Þátttaka Íslands í alþjóðlegu samstarfi um líffræðilega fjölbreytni getur eflt sess málaflokksins innan íslenskrar stjórnsýslu.
Þátttaka Íslands í alþjóðlegu samstarfi um líffræðilega fjölbreytni getur eflt sess málaflokksins innan íslenskrar stjórnsýslu.
Mynd / smh
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa aðild og þátttöku Íslands að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og vistkerfisþjónustu (IPBES).

Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að IPBES, eða Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services, sé einn helsti vettvangur alþjóðlega vísindasamfélagsins til að safna, greina og koma á framfæri grundvallarupplýsingum um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni og veita ráðgjöf á þessu sviði. Vettvangurinn sameini vísindamenn og stjórnvöld að því marki að stuðla að betri ákvörðunum um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og vistkerfaþjónustu – sem sé eitt brýnasta viðfangsefni umhverfismála í dag.

Tryggir vistkerfisþjónustu sem við reiðum okkur á

Á kynningarfundi ráðuneytisins kynnti Jóhann Páll Jóhannsson vinnuna sem fram undan er við stefnumótunina. Þar útskýrði hann mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni þannig að hún væri forsenda heilbrigðs og öruggs umhverfis, uppspretta auðlinda, fæðu, hráefnis fyrir ýmsa framleiðslu og grundvöllur menningar, ferðaþjónustu og lýðheilsu.

Að standa vörð um líffræðilega fjölbreytni í öllum sínum birtingarmyndum tryggir þessa vistkerfisþjónustu sem við reiðum okkur á.

Umfangsmikil hnignun

Í kynningu ráðherra kom fram að vísindaleg gögn sýndu fram á umfangsmikla hnignun líffræðilegrar fjölbreytni úti um allan heim. Hrun vistkerfa sé metin sem önnur mesta umhverfisógnin sem steðji að heiminum sé horft til næstu tíu ára, með samdrætti í búsvæðum fyrir ýmsar lífverur sem leiðir til þess að tegundum í útrýmingarhættu fjölgar.

Á Íslandi séu aðstæður um margt sérstakar á heimsvísu og endurspeglist í fjölbreytni og samsetningu vistkerfa, í sjó, á landi og í fersku vatni. Ráðherra sagði að á mörgum stöðum sé náttúra okkar ósnortin, en við hefðum nýtt náttúrulegar auðlindir mikið frá landnámi í þágu þess að skapa þægilegt líf fyrir okkur mannfólkið. Því fylgi álag fyrir lífríkið og við þurfum að vanda okkur í umgengni okkar við náttúru landsins.

Sessinn styrktur í íslenskri stjórnsýslu

Innan IPBES hafa aðildarþjóðir tækifæri til að leggja línurnar en einnig að tryggja aðkomu sinna sérfræðinga að lykilverkefnum. Í tilkynningunni segir að Ísland hafi hingað til aðeins verið áheyrnaraðili en með fullri aðild skapist tækifæri til að styrkja framlag Íslands á alþjóðavettvangi og koma íslenskum áherslum betur á dagskrá, til dæmis varðandi málefni norðurslóða. Þá gefist með þátttökunni líka tækifæri til að efla sess líffræðilegrar fjölbreytni í íslenskri stjórnsýslu í krafti baklandsins sem IPBES færir.

Jóhann Páll sagði í kynningunni að Ísland hefði alla burði til að vera leiðandi í verndun líffræðilegrar fjölbreytni á heimsvísu. Það gerðist ekki af sjálfu sér heldur kallaði á pólitískt frumkvæði og skýra stefnumörkun.

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...