Meðfylgjandi hópmynd var tekin af keppendum í Skjólbrekku.
Meðfylgjandi hópmynd var tekin af keppendum í Skjólbrekku.
Mynd / John Borrega
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit, en mótið var haldið í tilefni þess að Skákfélagið Goðinn í Þingeyjarsýslu hélt upp á 20 ára afmæli 15. mars.

Mótið var mjög sterkt og er talið sennilegt að það hafi verið það sterkasta sem haldið hefur verið utan þéttbýlis á Íslandi mjög lengi og jafnvel frá upphafi.

Alls 36 keppendur tóku þátt í mótinu og þar af voru þrír stórmeistarar, þeir Þröstur Þórhallsson, Bragi Þorfinnsson og enski stórmeistarinn Simon Williams. Auk þeirra voru fimm alþjóðlegir meistarar og þrír Fide-meistarar meðal keppenda. Flestir keppendur komu eðlilega frá Goðanum og Skákfélagi Akureyrar, en mörg önnur skákfélög áttu fulltrúa á mótinu.

Svo fór að lokum að alþjóðlegi meistarinn Björn Þorfinnsson vann mótið á oddastigum, en jafn honum að vinningum en aðeins lægri á oddastigum, varð Simon Williams frá Englandi. Báðir fengu þeir 5 vinninga af 6 mögulegum. Simon þessi er mjög vel þekktur í skákheiminum og heldur hann úti vinsælli Youtube-síðu og svo er hann einnig með sérstakan kennsluvef á netinu og hefur gefið út skákbækur, svo eitthvað sé nefnt. Það var því mikill fengur af því að fá hann á mótið.

Koma Simons á mótið vakti eðlilega athygli og nýttum við Þingeyingar okkur það og héldum fjöltefli með Simon fyrir mótið á Húsavík. Það hafði einnig þau jákvæðu áhrif á mótið að fleiri keppendur mættu til leiks, þar sem möguleiki var á því að tefla við stórmeistara á mótinu.

Allar skákirnar á mótinu voru sýndar í beinni útsendingu á netinu og á skákstað og mæltist það vel fyrir. Mótið var 6 umferðir með 90 mín + 30 sek í viðbótartíma á hvern leik.

Við forráðamenn Goðans erum gríðarlega ánægðir með hvernig mótið tókst til og stefnum á að halda aftur mót í Skjólbrekku í apríl árið 2027. Ef vel tekst til með kynningu á því móti má búast við fleiri keppendum, bæði innlendum og erlendum.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Skylt efni: Skák

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...

Ferðin á Heimsenda
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, ...

Færeysku öldungarnir átu Íslendingana
Líf og starf 31. mars 2025

Færeysku öldungarnir átu Íslendingana

Óhætt er að segja að íslenska landsliðið hafi staðið sig vel á Norðurlandamóti ö...

Með frumskóg lífsins í huga
Líf og starf 27. mars 2025

Með frumskóg lífsins í huga

Frásagnatöfrarnir finnast í pennum fólks víða um land og ekki síst þeirra sem al...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.