Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Myndin hér fyrir ofan sýnir flokkun á losun frá landbúnaði, eins og hún er framsett í Loftlagsvegvísi bænda. Byggt er á sömu forsendum og Umhverfisstofnun notar við vinnslu á landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (ICCP).

Losun frá landbúnaði er flokkuð eftir uppsprettu losunarinnar. Sú flokkun sem notuð er í Loftslagsvegvísi bænda er ekki nákvæmlega sú sama og er að finna í landsskýrslunni. Flokkun miðar meira að því hvar í framleiðsluferli landbúnaðarins losunin verður. Aðgerðir miða við sömu flokkun.

Þá er losun vegna búvéla sett undir landbúnaðarkaflann en í landsskýrslunni er sú losun undir orkukaflanum. Losun frá íslenskum landbúnaði er annars vegar bein losun vegna reksturs og hins vegar losun vegna landnotkunar. Bein losun sem landbúnaðurinn ber ábyrgð á var árið 2022 618 þ.t. CO2íg. Losun vegna landnotkunar, sem landbúnaðurinn getur haft áhrif á, er um 7.743 þ.t. CO2íg.
Myndin hér fyrir ofan sýnir flokkun á losun frá landbúnaði, eins og hún er framsett í Loftlagsvegvísi bænda. Byggt er á sömu forsendum og Umhverfisstofnun notar við vinnslu á landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (ICCP). Losun frá landbúnaði er flokkuð eftir uppsprettu losunarinnar. Sú flokkun sem notuð er í Loftslagsvegvísi bænda er ekki nákvæmlega sú sama og er að finna í landsskýrslunni. Flokkun miðar meira að því hvar í framleiðsluferli landbúnaðarins losunin verður. Aðgerðir miða við sömu flokkun. Þá er losun vegna búvéla sett undir landbúnaðarkaflann en í landsskýrslunni er sú losun undir orkukaflanum. Losun frá íslenskum landbúnaði er annars vegar bein losun vegna reksturs og hins vegar losun vegna landnotkunar. Bein losun sem landbúnaðurinn ber ábyrgð á var árið 2022 618 þ.t. CO2íg. Losun vegna landnotkunar, sem landbúnaðurinn getur haft áhrif á, er um 7.743 þ.t. CO2íg.
Á faglegum nótum 28. nóvember 2024

Loftslagsvegvísir bænda

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason og Hilmar Vilberg Gylfason, sérfræðingar hjá BÍ.

Umhverfismál og þar með loftslagsmál eru bændum hugleikin. Á Búnaðarþingi árið 2020 urðu þau tímamót að samþykkt var Umhverfisstefna landbúnaðarins 2020–2030.

Á Búnaðarþingi árið 2024 var ályktað að uppfæra ætti stefnuna og vinna aðgerðaáætlun. Loftslagsvegvísir bænda byggir því á þeirri stefnumörkun sem Bændasamtökin hafa unnið að síðustu árin. Auk þess sem byggt er á Umhverfisstefnu landbúnaðarins er einnig í vegvísinum tekið mið af stefnumörkun stjórnvalda sem tengjast innlendri matvælaframleiðslu og þar helst horft til leiðarljósanna þriggja sem eru fæðuöryggi, matvælaöryggi og sjálfbær rekstur býla. Ýmsar stefnur og áætlanir stjórnvalda hafa beina tengingu við þessi leiðarljós og má þar m.a. nefna landbúnaðar- og matvælastefnur, byggðaáætlun og þjóðaröryggisstefnu.

Við vinnslu Loftslagsvegvísis bænda hefur stjórn Bændasamtakanna lagt áherslu á þétt samtal við félagskerfi bænda innan samtakanna ásamt því að leita í þekkingarbrunn dótturfélags samtakanna, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Í vinnu sinni við vegvísinn hafa samtökin einnig átt gott samstarf við ráðuneyti, stofnanir og aðra hagaðila og hafa samtökin alls staðar mætt miklum velvilja í þessari vinnu.

Það er álit stjórnar Bændasamtaka Íslands að sátt geti ríkt um þær aðgerðir og aðferðafræði sem boðuð er með Loftslagsvegvísi bænda, en til þess að aðgerðirnar raungerist þarf aðkomu margra aðila auk bænda og má þar m.a. nefna þá aðila sem sinna rannsóknum, ráðuneyti, stofnanir og almennt öflugt frumkvöðlastarf.

Loftslagsvegvísir bænda tekur mið af áætlunum um þróun fólksfjölda á Íslandi. Gert er ráð fyrir því að árið 2055 verði á hverjum degi um 603 þús. manns á Íslandi, bæði íbúar og ferðamenn. Gert er ráð fyrir því að hlutfall íslenskra matvæla af heildarneyslu aukist úr 58% árið 2022 upp í 63% árið 2055. Samkvæmt útreikningum í losunarlíkaninu sem Loftslagsvegvísirinn byggir á mun heildarlosun frá landbúnaði aukast úr 618 þús. tonn CO2-ÍG árið 2022 upp í 733 þús tonn CO2-Íg árið 2055. Hins vegar mun losun á hverja framleidda einingu dragast saman úr 3,5 kg CO2-ÍG / kg matvæla niður í 2,5 kg CO2-ÍG/kg matvæla. Árangur bænda í loftslagsmálum verður að mæla út frá einingalosun. Að öðrum kosti þarf að draga úr framleiðslu íslenskra matvæla og auka hlut innfluttra matvæla.

Losun frá Landbúnaði

Grunnforsendur árangurs í loftslagsmálum liggur í öflugum rannsóknum, áreiðanlegum gögnum og ráðgjöf. 

96% losunar í landbúnaði kemur frá lífrænum ferlum og horfa þarf því til bættrar aðferðafræði svo árangur náist.

Þar sem aðgerðir í loftslagsmálum land- búnaðarins snúast yfirleitt um vinnu með lífræna ferla þá þarf að huga vel að undirbúningi. Samtökin gera ráð fyrir að mögulegar aðgerðir þurfi að standast nokkurs konar álagspróf til þess að komast af hugmyndastigi yfir á þróunarstig og að lokum á aðgerðastig. Í því ferli verði að vera m.a. sýnt fram á loftslagslegan ávinning af viðkomandi aðgerðum og áhrif á búrekstur. Þá þurfa einnig að vera skýrir árangursmælikvarðar og ljóst hvernig fjármögnun er háttað þannig að aðgerðir hafi ekki neikvæð áhrif á afkomu bænda.

Rannsóknir og nýsköpun

> Með rannsóknum og nýsköpun má móta nýjar leiðir sem hafa ekki í för með sér neikvæð áhrif á fæðuöryggi, matvælaöryggi og sjálfbærni.

Gögn og gagnasöfnun

> Aðgerðir í landbúnaði verða að byggja á áreiðanlegum gögnum og greiningum, sem eru undirstaða umhverfisbókhalds og árangurs.

Öflug ráðgjöf

> Öflug ráðgjöf er grundvöllur breiðrar þátttöku og þess að hægt sé að hraða innleiðingu árangursríkra loftslagsaðgerða.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...