Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er.
Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er.
Fréttir 3. nóvember 2020

Sauðfjár- og nautgriparækt á Nýja-Sjálandi nánast kolefnishlutlaus

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Rannsókn tækniháskólans í Auckland sýna að sauðfjár- og nautgripabændur á Nýja-Sjálandi eru nú mjög nálægt því að hafa kolefnisjafnað sinn búskap. 

Rannsóknin var leidd af Bradley Case, sem er reyndur fyrirlesari við vistfræðistofnun háskólans. Þar er áætlað að trjágróður á beitarlandi bænda sauðfjár- og nautgripabænda bindi á milli 63–118% af því kolefni sem losnar við þessa landbúnaðarframleiðslu. Að meðaltali er kolefnisbindingin talin nema um 90% af losun þessara landbúnaðargreina. 

Rannsóknin var fjármögnuð af „Beef and lamb New Zealand“ og rýnd af Fionu Carswell og Adam Forbes, æðsta vísindamanni í landnýtingarrannsóknum við háskólann í Canterbury. Segir Bradley Case að niðurstaða rannsóknarinnar sýni að full ástæða sé til að viðurkenna þá kolefnisbindingu sem fram fer á jörðum bænda. 

Íslendingar með hlutfallslega fátt fé miðað við Nýsjálendinga

Sauðfjárbúskapur er mjög öflugur á Nýja-Sjálandi. Árið 2014 var talið að rúmlega 6 kindur væru á hvern íbúa í landinu, eða um 29 milljónir fjár. Í júní 2019 voru 26,7 milljónir fjár á Nýja-Sjálandi. Samsvarandi tala fyrir Ísland í dag þýddi að hér væru um 2,2 milljónir fjár, en ekki rétt rúmlega 400 þúsund eins og nú er. 

22 kindur á íbúa þegar mest var

Mestur var sauðfjárfjöldinn á Nýja-Sjálandi 1982, um 70 milljónir, eða rúmlega 22 kindur á íbúa miðað við íbúafjölda á þeim tíma (3.156.000). Sauðfjárrækt hefur dregist mikið saman frá 1982 samfara aukinni nautgriparækt og mjólkurframleiðslu. 

Þess má geta að Nýja-Sjáland er rúmlega tvöfalt stærra en Ísland, eða um 268 þúsund ferkílómetrar og íbúar í dag eru rúmlega 4,8 milljónir. Fjárfjöldi í dag samsvarar því tæplega 6 kindum á íbúa. 

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...