Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Óttastjórnun
Mynd / Chris LeBoutillier – Unsplash
Skoðun 22. október 2021

Óttastjórnun

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Pólitískur rétttrúnaður, uppgangur öfgaskoðanahyggja og beiting barna í hræðsluáróðri eru allt mjög vel þekkt stef í alþjóðapólitík. Undirrótin að beit­ingu slíkra meðala er nær undantekningarlaust peningalegir hagsmunir áhrifamikilla fjármálamanna.

Ekki er hægt að líta framhjá því að fjársterkustu öfl heimsins hafa séð gríðarleg tækifæri í loftslagsbaráttunni. Þessi öfl, sem stýra m.a. orkumálum heimsins og iðnaði, hafa í hendi sér að draga úr kolabrennslu og losun koltvísýrings, en ætla sér ekki að gera það nema að fá opinbera ívilnun í staðinn. Þess vegna er nú hamast við að koma skömminni yfir á almenning sem síðan á að þvinga stjórnmálamenn til að gera breytingar á regluverki sem þessum öflum eru þóknanlegar. Einnig að auka fjárútlát ríkissjóða í þeirra þágu.

Gagnrýni á slíka framvindu, hvort sem er úr röðum almennings eða vísindasamfélagsins, er undantekningarlaust afgreidd sem afneitun, vanþekking og villutrú. Á sömu forsendum hafa þjóðir verið leiddar út í stríð hvað eftir annað þar sem almennum borgurum hefur verið fórnað fyrir peningalega hagsmuni í mörgum tilfellum örfárra einstaklinga.

Helgi Tómasson, prófessor í hagrannsóknum og tölfræði við Háskóla Íslands, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið 14. október síðastliðinn þar sem hann kemur inn á rétttrúnað í loftslagsmálum. Bendir hann á að svo stíft sé rétttrúnaðinum haldið á lofti að það þyki sæma að horfa framhjá tölfræðilegum staðreyndum og skekkjum í útreikningum í IPCC-skýrsl­um Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Niðurstaða Helga er því að núverandi hlýnun jarðar kalli alls ekki á ofsafengnar fullyrðingar um „hamfarahlýnun“ þegar litið er til niðurstaðna vísindarannsókna.

Helgi bendir líka á bókina Uppfyllingu staðreynda (Factfulness) eftir sænska lækninn og tölfræðinginn Hans Rosling, sem jafnframt var prófessor í alþjóðlegri heilsu við Karolinska Institute í Stokkhólmi. Á blaðsíðu 229 í þeirri bók segir höfundur frá því þegar hann hitti Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn og þeir ræða loftslagsmál. Þar telur Gore mikilvægt að draga fram verstu hugsanlegu sviðsmynd til að fá fólk til til að spila með. „We need to create fear,“ eða, við verðum að skapa ótta. Þarna hitti Al Gore naglann á höfuðið því þetta hefur einmitt reynst lykillinn að árangri í að vinna risastórum umdeildum áformum brautargengi í gegnum tíðina.

Ótta var einmitt beitt kröftuglega til að vekja múgæsingu og hatur í garð kommúnista, gyðinga, fatlaðra og ýmissa minnihlutahópa á fjórða áratug síðustu aldar með skelfilegum afleiðingum.
Á sjötta, sjöunda og fram á áttunda áratuginn var taumlausum ótta og börnum óspart beitt til að afla fjárveitingum fylgis til uppbyggingar kjarnorkuvopnabúra í kalda stríðinu, ekki síst í Bandaríkjunum og í Sovétríkjunum sálugu. Frægar eru myndir af skólabörnum skríðandi undir borð í skólastofum til að verjast „yfirvofandi“ kjarnorkuárás. Slíkur ótti skilaði sér líka vel til íslenskra skólabarna.

Nú rær fyrrverandi forseti Íslands á sömu mið varðandi loftslagsráðstefnu sem halda á í Glasgow í nóvember. – „Nú er síðasti séns, kæru vinir, til þess að sýna alvarlegar aðgerðir,“ sagði forsetinn fyrrverandi og formaður Hringborðs norðurslóða Arctic Circle. Þá óskaði hann um leið eftir lagningu sæstrengs frá Íslandi.

Almenningi er sem sagt hótað heimsendi ef ekki verður farið að ýtrustu kröfum fjármálaelítunnar. 

Skylt efni: loftslagsmál

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...