Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sandar, melar og áraurar teljast með ræktunarlandi að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru.
Sandar, melar og áraurar teljast með ræktunarlandi að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru.
Mynd / Skýrsla leiðbeininga um flokkun landbúnaðarlands
Fréttir 27. apríl 2021

Sérhverju sveitarfélagi gert að flokka allt ræktanlegt land

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar um flokkun landbúnaðarlands. Með leiðbeiningunum er lögð áhersla á að flokka land sem nýtist til ræktunar á matvælum og fóðri, með tilliti til fæðuöryggis og jarðalaga. Niðurstöður flokkunar er ætlað að nýtast sveitarfélögum sem forsendur við skipulagsákvarðanir um landnotkun við gerð aðalskipulags.

Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli jarðalaga, en með breytingum á þeim í júlí síðastliðnum varð ráðherra heimilt að gefa út slíkar leiðbeiningar – um hvernig skuli flokka landbúnaðarland í aðalskipulagi, í samvinnu við yfirvöld skipulagsmála. Að gerð leiðbeininganna stendur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Skipulagsstofnun og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Flokkun á öllu ræktanlegu landi

Leiðbeiningunum er skipt upp í fjóra kafla. Í öðrum kafla er almennt fjallað um ræktunarland á Íslandi; útlistun á mismunandi gerðum þeirra. Í þriðja kafla er svo fjallað um mismunandi hæfni lands til ræktunar og sérstaklega fjallað um land sem hentað gæti til akuryrkju.

Fyrst er fjallað um almenn skilyrði og síðan gæði lands og jarðvegs, til fróðleiks og nánari upplýsinga. Þar eru einnig talin upp lagaleg ákvæði sem hindrað geta ræktun á landbúnaðarlandi.

Í fjórða kafla eru settar fram skilgreiningar á þeim fjórum flokkum sem leiðbeiningarnar ná til. Þar er tekið fram að gert sé ráð fyrir að sérhvert sveitarfélag flokki allt ræktanlegt land innan síns lögsagnarumdæmis. Allt ræktanlegt land er skilgreint sem land sem liggur neðan við 300 metra yfir sjó, er utan þéttbýlis, hefur ekki verið ráðstafað varanlega til annarra nota og kemur ekki til álita til ræktunar af náttúrufarslegum ástæðum – eins og ár og vötn.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...