Langtímalosun kolefnis úr framræstu ræktarlandi er líklega margfalt minni en fullyrt hefur verið
Fullyrðingar, sem haldið hefur verið á lofti á Íslandi árum saman um losun koltvísýrings og annarra meintra gróðurhúsalofttegunda úr framræstu landi, eru óravegu frá því að geta staðist, ef marka má niðurstöðu nýrra rannsókna sem birtar hafa verið af Landbúnaðarháskóla Íslands.