Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verkefnið auðveldar Íslendingum að  standa við alþjóðlegar skuldbindingar
Mynd / Bbl
Fréttir 19. júní 2020

Verkefnið auðveldar Íslendingum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar

Höfundur: smh
Frá hausti 2018 hefur verið unnið að endurhnitun á skurðakerfi landsins hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Nú er afrakstur vinnunnar aðgengilegur á sérstökum vef, skurdakortlagning.lbhi.is, þar sem nýtt skurðakort Íslands er að finna og útskýringar á verkefninu. Tilgangurinn með því er að endurbæta eldra skurðarkort, sem byggði að mestu á gervi­hnattamyndum frá árabilinu 2004 til 2008, og hins vegar að leggja mat á þær breytingar sem orðið hafa á skurðakerfinu frá 2008 til 2018. 
 
Í Bændablaðinu frá 13. júní 2019 er greint frá þessari vinnu og rætt við Jón Guðmundsson, lektor við LbhÍ, um framvindu verksins. Þá sagði hann að vegna innleiðingar á Vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar og nákvæmari hæðarlíkans hafi verið unnt að endurmeta stærð hins framræsta lands á Íslandi, sem væri rúmlega 70 þúsund hektara minna en áður var talið. 
 
 
Jón Guðmundsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Mynd / smh
 
Jón segir nú að nýja skurðarþekjan hafi ekki enn verið nýtt til að meta umfang framræstra svæða. „Áður en það verður gert verður fyrst skorið úr þeim óvissuatriðum sem enn eru til staðar í nýju skurðaþekjunni. Sú breyting á gögnum, sem leiddi til breytinga á fyrra mati um 70 þúsund hektara, var fyrst og fremst vegna innleiðingar á nýju vistgerðakorti Náttúrufræðistofnunar Íslands í stað Nytjalandskortsins sem notað hafði verið fram að því. Gert er ráð fyrir að Vistgerðakortið verði nýtt með nýju skurðaþekjunni við endurmat á umfangi framræstra svæða.“
 
Skjáskot af vef verkefnisins.
 
Óvissuatriðum eytt með vettvangsheimsóknum
 
Að sögn Jóns var hnitun eftir loftmyndum frá Loftmyndum ehf. auk fleiri gagna, að mestu lokið vorið 2019. Sumarið í fyrra hafi verið nýtt í að fara yfir óvissuatriði með vettvangsheimsóknum. „Nú í sumar er stefnt að því að ljúka þeirri yfirferð. Í haust er þess vænst að hægt verði að nýta þetta nýja skurðakort til að meta umfang framræstra svæða. Frekari úrvinnsla bíður svo næsta vetrar. 
 
Heildarmynd af skurðaþekju landsins hefur legið fyrir frá 2008, þegar fyrri hnitun lauk. Í þeirri þekju er vissulega óvissa, sem á sínum tíma var metin. Síðan 2008 hefur skurðakerfi landsins breyst töluvert, bæði hafa verið grafnir nýir skurðir og eins hefur verið fyllt í aðra. Einnig eru betri gögn aðgengileg nú en voru þegar fyrri hnitunin var gerð. Skurðaþekja landsins er sífellt að breytast, og fæstar þeirra breytinga eru skráðar. Á meðan svo er verður skurðaþekjan aldrei nema mynd af skurðum eins og þeir eru á einhverjum tilteknum tíma. Á vefsjánni má sjá hvaða skurðir hafa bæst við frá 2008 til þess tíma sem nýrri myndir sýna. Með þessari nýju hnitun er myndin vonandi orðin skýrari og nær okkur í tíma en eldri hnitunin,“ segir Jón.
 
Auðveldar okkur að standa við alþjóðlegar skuldbindingar
 
„Verkefnið mun vonandi skila skurðaþekju sem gefur betri mynd af skurðakerfi landsins en eldri þekja. Einnig gefur hún færi á að meta betur þær breytingar sem orðið hafa á skurðakerfinu, heldur en hægt hefur verið hingað til. Verkefnið mun því draga úr óvissu varðandi losun úr framræstu landi og bæta mat á árlegum breytingum á því landi. Verkefnið mun auðvelda okkur að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um mat á losun frá landi og auðvelda okkur að benda á þá staði þar sem breytingar hafa átt sér stað,“ segir Jón, spurður um vægi verkefnisins varðandi losunarbókhald Íslands um kolefni í jarðvegi.
 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...