Helsingi er einn þeirra ágangsfugla sem skemmir tún og kornakra fyrir bændum.
Helsingi er einn þeirra ágangsfugla sem skemmir tún og kornakra fyrir bændum.
Mynd / Markéta Klimesová
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins veiðitíma dagi enn einu sinni uppi.

Flutningsmaður þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi, um leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma, er ekki bjartsýnn á framgang málsins. Tillaga þessa efnis er nú flutt í sjötta sinn.

„Málin fá venjulega eina umræðu og inn í nefnd þar sem þau daga uppi,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson (F), fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Bændur hafa ítrekað kallað eftir að leyft verði að veiða ágangsfugla á túnum og kornökrum utan hefðbundins veiðitímabils. Hefur verið lagt til að heimild verði gefin til tímabundinna og skilyrtra veiða fuglanna á tilteknum tímabilum, en þeir valda iðulega miklu tjóni á túnum og kornökrum. Sama máli gegnir um aðra þingsályktunartillögu Þórarins á þingmálaskrá, um þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt sem endurflutt er að efni til í fimmta sinn.

„Ég á ekki von á öðru en að málin fari sömu leið og undangengin þing,“ segir hann.

Skylt efni: Helsingi

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.