Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Svínarækt undir miklu eftirliti
Fréttir 22. júní 2023

Svínarækt undir miklu eftirliti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ingvi Stefánsson, formaður deildar svínabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir notkun koltvíoxíðs við deyfingu svína vera viðurkennda aðferð út frá dýravelferðarsjónarmiðum.

Ingvi Stefánsson, formaður deildar svínabænda hjá BÍ. Mynd/HKr

Mbl.is greindi frá því í liðinni viku að sláturhús Stjörnugríss á Kjalarnesi noti gas við slátrun svína. Nokkur umræða hefur verið um málið í fjölmiðlum, eftir að Guardian birti myndbönd sem sýna svín líða miklar þjáningar í gasklefum í bresku sláturhúsi.

Ingvi leggur áherslu á að svínaræktin sé sú búgrein sem sé undir mestu eftirliti hérlendis, bæði á búum og í sláturhúsum. Dýralæknar frá Matvælastofnun séu alltaf í húsi við slátrun.

„Ég er alveg klár á því að þar fer allt fram eftir bókinni. Mér er ekki kunnugt um neinar kvartanir eða frávik sem viðkemur þessu hér á Íslandi. Það kæmi mér rosalega á óvart ef það væri einhver handvömm í gangi,“ segir Ingvi.

Hann telur líklegt að í sláturhúsinu í Bretlandi hafi eitthvert frávik átt sér stað. Gösunin þarf að fara fram með réttum styrk á réttum tíma og ekki sé sama hvernig staðið er að verkinu. „Einhver myndbönd utan úr heimi eru ekki endilega að gefa raunsanna mynd af því hvernig þetta fer almennt fram. Ég ímynda mér að þarna hafi eitthvað farið úrskeiðis – og það er auðvitað slæmt,“ segir Ingvi, en tekur fram að hann hafi ekki séð áðurnefnt myndband.

Kostir og gallar aðferða

Ingvi segir kosti og galla felast bæði í notkun rafstuðs og gasdeyfingar. Svín eru hjarðdýr og stressast upp þegar þau fara ein í rafskaut. Í gasklefunum eru þau fleiri saman og haldi meiri ró. Ingvi segist ekki vita til þess að til séu betri aðferðir til að slátra svínum.

Hann segir bagalegt að það sé gert að fréttaefni hér heima þegar einhverjum verði mislagðar hendur úti í hinum stóra heimi. Það sé ekki endilega hægt að heimfæra það á svínaræktina á Íslandi

Hérlendis eru fjögur svína­sláturhús. Þrjú af þeim notast við rafklemmur, á meðan sláturhús Stjörnugríss í Saltvík er útbúið gasklefum. Svínin eru sett í klefa sem fyllist af koltvísýringi. Þar missa þau meðvitund og eru þau blóðguð strax á eftir.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...