Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Búvörusýning í Reykjavík
Mynd / Bbl
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðarins um að koma á búvörusýningu í Reykjavík.

Á miðju ári var farið að vinna að undirbúningi sýningarinnar og þá var ákveðið að hafa hana í nýbyggingu Mjólkursamsölunnar á Bitruhálsi. Forráðamenn MS höfðu samþykkt að lána húsnæðið og til þátttöku í sýningunni var öllum helstu afurðasölufyrirtækjum innan landbúnaðarins boðið. Kemur fram í tímaritinu Frey að „Síðustu tíu daga septembermánaðar sl. var haldin mikil búvörusýning í Reykjavík. Að henni stóðu öll helstu afurðasölufélög bœnda og helstu stofnanir landbúnaðarins. Þessi glœsilega sýning bar íslenskum landbúnaði og fyrirtœkjum hans gott vitni, enda var hún vinsœl og fjölsótt.“

Jón Helgason, þáverandi landbúnaðarráðherra, opnaði sýninguna þann 21. september og jókst aðsóknin svo að fólk varð frá að hverfa vegna þrengsla. Forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var meðal fyrstu gesta og virðist ekki hafa látið á sig fá þó mannmergð væri. Segir í Frey: „Þegar 800–1.000 manns voru komnir í einu inn á sýninguna var orðið þröngt á þingi. Samtals urðu sýningargestir 43 þúsund og síðasta dag sýningarinnar, 30. september, komu um 6.500 manns.“

Þrátt fyrir að oft væri mannmergð á sýningunni virtust gestir nær undantekningarlaust vera mjög ánægðir, nutu þess að smakka ýmislegt sem boðið var upp á og kaupa sér það sem hugurinn girntist. Á myndinni er Gerður K. Guðnadóttir, sem kynnti unnar kjötvörur frá Goða. /s

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 15. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f