Lítil hvít kvíga fæddist í haga
Það er ekki í frásögur færandi þótt stóru kvígurnar séu sóttar heim í fjós úr sumarhaganum. Hins vegar bar svo við að kvígunum á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu fjölgaði um eina daginn sem þær komu heim og nýja kvígan, þótt lítil sé, hljóp heim með hópnum og var hin sprækasta.
Stóru kvígurnar voru fegnar að koma heim í hús og fengu strax lystugt hey sem þær kunnu vel að meta. Litla hvítan kvígan er dugleg að drekka og vonandi dafnar hún vel eftir því sem dagar líða. Hver veit nema að hún verði góð mjólkurkýr.
Á myndinni hér að neðan eru kvígurnar á Laxamýri að banka upp á dyrnar hjá heimilisfólki, væntanleg til að sýna nýja gripinn.