Litrík snjókorn
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað neðan frá og upp í sléttprjóni með ísettum ermum.
Stærðir: XS (S) M (L) XL (XXL)
- Yfirvídd: 96 (106) 112 (120) 130 (142) cm.
Garn: DROPS FABEL fæst í Handverkskúnst.
- 250 (250) 250 (300) 350 (350= gr litur á mynd nr 924, konfetti terta Og notið: DROPS BRUSHED ALPACA SILK fæst í Handverkskúnst.
- 175 (175) 200 (225) 225 (250) gr litur á mynd nr 01, natur.
Prjónar: Hringprjónar 40 og 80 cm nr 5 og 80 cm nr 3,5mm. Sokkaprjónar nr 3,5 og 5.
Prjónfesta: 16 lykkjur x 21 umferðir með 1 þræði í hvorri tegund með prjóna nr 5 = 10x10 cm.
LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermi): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er prjónað í hring, neðan frá og upp að handvegi. Síðan skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki og hvort stykki er prjónað til loka hvort fyrir sig. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg. Ermar eru fyrst prjónaðar fram og til baka, síðan í hring. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og kantur í hálsmáli er prjónaður í hring.
Ef það stendur 0 í valinni stærð, þá þýðir það að hoppað er yfir leiðbeiningar fram að næstu leiðbeiningum.
FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 182 (202) 214 (228) 246 (270) lykkjur á hringprjón nr 3,5 með 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 4 (4) 5 (5) 6 (6) cm
Skiptið yfir á hringprjón nr 5 og prjónið sléttprjón jafnframt því sem í fyrstu umferð er fækkað um 28 (32) 34 (36) 38 (42) lykkjur jafnt yfir = 154 (170) 180 (192) 208 (228) lykkjur.
Setjið 1 merkiþráð í byrjun umferðar og 1 merkiþráð eftir 77 (85) 90 (96) 104 (114) lykkjur = í hlið á stykki. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Prjónið þar til stykkið mælist 33 (34) 35 (36) 37 (38) cm, nú skiptist stykkið við handveg eins og útskýrt er að neðan.
SKIPTING FYRIR HANDVEG: Fellið af fyrstu 2 (5) 5 (6) 9 (12) lykkjur í umferð fyrir handveg, prjónið 73 (75) 80 (84) 85 (90) lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 4 (10) 10 (12) 18 (24) lykkjur fyrir handveg, prjónið 73 (75) 80 (84) 85 (90) lykkjur (= bakstykki) og fellið af síðustu 2 (5) 5 (6) 9 (12) lykkjur fyrir handveg. Klippið þráðinn. Nú er framstykkið og bakstykkið prjónað til loka hvort fyrir sig.
FRAMSTYKKI: = 73 (75) 80 (84) 85 (90) lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 47 (48) 50 (51) 52 (53) cm setjið miðju 17 (17) 18 (18) 18 (20) lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig.
ÖXL (framstykki): Nú er fellt af fyrir hálsmáli í annarri hverri umferð þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni, síðan er felld af 1 lykkja 2 (2) 2 (3) 3 (3) sinnum = 24 (25) 27 (28) 29 (30) lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52 (54) 56 (58) 60 (62) cm.
BAKSTYKKI: = 73 (75) 80 (84) 85 (90) lykkjur. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 50 (52) 54 (56) 58 (60) cm fellið af miðju 21 (21) 22 (24) 24 (26) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig.
ÖXL (bakstykki): Í næstu umferð frá hálsmáli eru felldar af 2 lykkjur = 24 (25) 27 (28) 29 (30) lykkjur eftir á hvorri öxl. Fellið af þegar stykkið mælist 52 (54) 56 (58) 60 (62) cm.
FRÁGANGUR: Saumið axlasauma
ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við á hringprjón nr 5 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Frá réttu eru prjónaðar upp 60 (64) 68 (70) 74 (76) lykkjur meðfram handveg – byrjið frá botni á handveg. Setjið 1 merki fyrir miðju í umferð = fyrir miðju ofan á öxl – ermin er nú mæld frá þessu merki. Prjónið sléttprjón fram og til baka þar til ermin mælist 1 (3) 3 (4) 6 (8) cm, þetta mál jafngildir nú dýpt á handvegi á fram- og bakstykki. Nú er prjónað í sléttprjóni hringinn JAFNFRAMT sem sett er 1 merkiþráður í byrjun umferðar (= fyrir miðju undir ermi – hér byrjar umferðin), látið merkiþráðinn fylgja áfram með í stykkinu, hann er notaður þegar fækka á lykkjum fyrir miðju undir ermi. Þegar ermin mælist 3 (5) 5 (6) 8 (10) cm frá merki ofan á öxl, fækkið lykkjum fyrir miðju undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Fækkið um 2 lykkjur í hverjum 4½ (4) 3½ (3½) 3 (2½) cm alls 9 (10) 11 (11) 12 (12) sinnum = 42 (44) 46 (48) 50 (52) lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 43 (45) 43 (43) 42 (42) cm. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 8 (8) 8 (10) 10 (10) lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 50 (52) 54 (58) 60 (62) lykkjur.
Þegar stroffið mælist 4 (4) 5 (5) 6 (6) cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist 47 (49) 48 (48) 48 (48) cm frá öxl. Saumið opið undir ermi við botninn á handveg.
HÁLSMÁL: Notið hringprjón nr 3,5 og 1 þráði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Byrjið frá réttu við annan axlasauminn og prjónið upp ca 70 til 90 lykkjur í kringum hálsmál (ásamt lykkjum af þræði) – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til kantur í hálsmáli mælist ca 4 (4) 5 (5) 6 (6) cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.
Prjónakveðja stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is