Sýnt var beint frá mótinu á skákvefnum lichess.org þar sem áhorfendur gátu fylgst með í rauntíma.
Sýnt var beint frá mótinu á skákvefnum lichess.org þar sem áhorfendur gátu fylgst með í rauntíma.
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á sér mikla sögu en fyrsta mótið fór fram árið 1979 og hefur farið fram árlega síðan þá.

Á mótinu er teflt í fimm aldursflokkum og eiga Norðurlandaþjóðirnar að jafnaði tvo fulltrúa í hverjum flokki. Tefldar voru sex umferðir í hverjum aldursflokki og skipuðu tólf keppendur hvern aldursflokk fyrir sig. Íslendingar eignuðust einn Norðurlandameistara,  Aleksandr Domalchuk-Jonasson, sem vann elsta aldursflokkinn.

Sýnt var beint frá mótinu á skákvefnum lichess.org og til þess að það gangi upp er teflt á sérstökum skákborðum sem ætluð eru til þess. Sérstakir nemar eru neðan í öllum taflmönnunum og einnig eru nemar í öllum reitum á hverju borði svo að hægt sé að senda beint út á netið. Áhugasamir geta því fylgst með heiman að frá sér og þurfa ekki að missa af neinu. Þar að auki sést í þessum beinu útsendingum hvaða leikur þykir vænlegastur til árangurs í hverri stöðu fyrir sig. Keppendur sjá það auðvitað ekki fyrr en eftir að skákinni lýkur.

Það hefur færst mjög í vöxt að beinar útsendingar frá skákmótum séu í boði á netinu og stundum eru allar skákir sem tefldar eru sýndar. Undirritaður hefur sjálfur teflt á svona borði og sem betur fer voru sennilega fáir að fylgjast með þeim skákum enda töpuðust þær allar með glæsilegum hætti.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband - Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is.

Hvítur á leik og mátar í 3 leik.

Dd8 skák. Kxd8. Svartur drepur drottingu hvíts með kóng enda um þvingaðan leik að ræða. Þá leikur hvítur Bg5 skák, og það er tvískák, bæði frá biskupnum og hróknum á d1. Svartur leikur Ke8 enda eini leikurinn í stöðunni og þá leikur hvítur Hd8 og mát.

Skylt efni: Skák

Með frumskóg lífsins í huga
Líf og starf 27. mars 2025

Með frumskóg lífsins í huga

Frásagnatöfrarnir finnast í pennum fólks víða um land og ekki síst þeirra sem al...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...