Stiklað á stóru
Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar ellefu af þeim ljósmyndum sem prýddu forsíður blaðsins yfir árið en allar fólu þær í sér áhugaverða innsýn í líf fólks og störf. Sögurnar á bak við myndirnar voru sagðar á innsíðum og kenndi þar margra grasa. Segja má að þær sögur hafi einkennst af bjartsýni, sköpunarkrafti og óbilandi þrautseigju og beri auk þess þrotlausri vinnu merki. Þær má finna á vefnum bbl.is.