Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ætla að auka vægi fjölskyldubúskapar
Fréttir 13. október 2022

Ætla að auka vægi fjölskyldubúskapar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Sameinuðu þjóðirnar gáfu út fyrir nokkrum árum að áratugur fjölskyldubúskapar skyldi vera frá 2019-2028.

Markmiðið með því er að varpa ljósi á hvað það þýðir að stunda fjölskyldubúskap í heimi sem breytist hratt og sýna fram á mikilvægt hlutverk þess konar búskapar. Litið er á átakið sem lið Sameinuðu þjóðanna í að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum.

Um 80% af þeim mat sem við neytum veltur á vinnu fjölskyldubúa um allan heim og því eru þessi bú í lykilstöðu til að eyða hungri og að móta framtíð matvæla.

Fjölskyldubúskapur býður upp á einstakt tækifæri til að tryggja fæðuöryggi, bæta lífskjör, fara betur með náttúruauðlindir, vernda umhverfið og ná fram sjálfbærri þróun, sérstaklega í dreifbýli. Fjölskyldubúskapur er í lykilstöðu til að gera matvælakerfi á hverju svæði sjálfbærari, en til þess þurfa stjórnvöld að styðja bændurna í að minnka matarsóun og að stjórna betur náttúruauðlindum. Ákall Sameinuðu þjóðanna er að til að auka vægi fjölskyldubúskapar og til að stuðla að nýliðun þurfi bændur að hafa aðgang að innviðum, tækni, nýsköpun og mörkuðum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...