Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ætla að auka vægi fjölskyldubúskapar
Fréttir 13. október 2022

Ætla að auka vægi fjölskyldubúskapar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Sameinuðu þjóðirnar gáfu út fyrir nokkrum árum að áratugur fjölskyldubúskapar skyldi vera frá 2019-2028.

Markmiðið með því er að varpa ljósi á hvað það þýðir að stunda fjölskyldubúskap í heimi sem breytist hratt og sýna fram á mikilvægt hlutverk þess konar búskapar. Litið er á átakið sem lið Sameinuðu þjóðanna í að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum.

Um 80% af þeim mat sem við neytum veltur á vinnu fjölskyldubúa um allan heim og því eru þessi bú í lykilstöðu til að eyða hungri og að móta framtíð matvæla.

Fjölskyldubúskapur býður upp á einstakt tækifæri til að tryggja fæðuöryggi, bæta lífskjör, fara betur með náttúruauðlindir, vernda umhverfið og ná fram sjálfbærri þróun, sérstaklega í dreifbýli. Fjölskyldubúskapur er í lykilstöðu til að gera matvælakerfi á hverju svæði sjálfbærari, en til þess þurfa stjórnvöld að styðja bændurna í að minnka matarsóun og að stjórna betur náttúruauðlindum. Ákall Sameinuðu þjóðanna er að til að auka vægi fjölskyldubúskapar og til að stuðla að nýliðun þurfi bændur að hafa aðgang að innviðum, tækni, nýsköpun og mörkuðum.

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.