Alls verður einum milljarði króna varið í átak til leitar og nýtingar jarðhita á
árunum 2025–2028.
Alls verður einum milljarði króna varið í átak til leitar og nýtingar jarðhita á árunum 2025–2028.
Mynd / ghp
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Höfundur: Þröstur Helgason

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem nýta jarðhita til húshitunar og þeirra 10% heimila landsins sem enn þurfa að nota aðrar leiðir til húshitunar.

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, kynnti í liðinni viku stærsta jarðhitaátak sem farið hefur verið í hér á landi á þessari öld. Verkefnið á að gagnast þeim sem nota aðrar leiðir en jarðhita til að hita heimili sín:

„Það er rándýrt, óhagkvæmt og ósanngjarnt og við þurfum að ná þessu hlutfalli hratt niður á næstu árum,“ sagði Jóhann Páll af tilefninu. „Með árangri í leit og nýtingu jarðhita munum við lækka húshitunarkostnað heimila þar sem hann er mestur, en ekki síður létta kostnaði af fyrirtækjunum, af sveitarfélögum og grunnþjónustu, skólum og hjúkrunarheimilum, á köldum og krefjandi svæðum. Þetta er grundvallaratriði fyrir verðmætasköpun og byggðaþróun í landinu.“

Milljarður í leitar- og nýtingarátak

Alls verður einum milljarði króna varið í átak til leitar og nýtingar jarðhita á árunum 2025–2028.

Áhersla verður lögð á stuðning við nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Verður við styrkveitingar m.a. horft til þess að nokkur þekking sé þegar til staðar á jarðhita viðkomandi svæðis og að vísbendingar séu um að finna megi heitt vatn sem hægt sé að nýta beint inn á hitaveitu, eða volgt vatn í nægilegu magni svo nýta megi á miðlæga varmadælu á svæðum.

2,5 milljarðar í niðurgreiðslur

Rafhitun á Íslandi nemur á bilinu 600–650 GWst og af því eru um 320 GWst niðurgreiddar. Um 300 GWst eru óniðurgreiddar, mest hjá fyrirtækjum og stofnunum. Á þessu ári verður rúmlega 2,5 milljörðum króna varið í niðurgreiðslur húshitunar á rafhituðum svæðum.

Styrkir verða veittir til sveitarfélaga, orkufyrirtækja eða aðila sem vinna í þeirra umboði og getur styrkupphæð fyrir hvert verkefni numið allt að tveimur þriðju af heildarkostnaði þess gegn mótframlagi umsækjanda. Verkefnin geta snúið að því að hefja nýtingu þar sem það á við eða að frekari rannsóknum með vísan í fyrri niðurstöður.

Loftslags- og orkusjóður hefur umsjón með framkvæmd átaksins sem auglýst verður á næstu dögum.

Skylt efni: jarðhiti

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...