Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Aukin ending minnkar sótsporið
Fréttir 18. júlí 2022

Aukin ending minnkar sótsporið

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Kúabændur víða um heim setja á allar kvígur og þegar þær koma inn í framleiðsluna þurfa eldri kýr að víkja fyrir þeim sem yngri eru.

Oft er endurnýjunarhlutfallið í kringum 40% á ári en með því að lækka það í 30% má draga úr sótspori búa um 6% samkvæmt dönskum tölum. Aukin ending kúa fæst fyrst og fremst með því að hlúa vel að heilsufari og frjósemi kúnna, auk þess sem afurðasemin verður vissulega að vera til staðar.

Þannig verður aukin ending kúa ekki einungis góð fyrir afkomuna og velferð gripanna, en margsannað er að endingargóðar kýr eru lang hagkvæmastar, heldur er aukin ending ekki síður góð fyrir sótsporið. Skýringin á þessu felst einfaldlega í því að fyrstu tvö ár ævinnar framleiðir gripurinn ekki mjólk og kostar því fyrst og fremst þegar horft er til umhverfisbókhaldsins.

Með því að auka endinguna deilast þessi uppeldisáhrif því yfir á lengri tíma. Danskar tölur sýna að sé endurnýjunarhlutfallið 40%, og kvígurnar bera 24 mánaða, þarf 89 kvígur í eldi á hverjum tíma á hverjar 100 kýr. Ætla mætti að hér þyrfti 80 kvígur en tilfellið er að ekki allar kvígur ná því að verða mjólkurkýr.

Ef endurnýjunarhlutfallið er hins vegar lækkað í t.d. 35% þarf ekki nema 75 kvígur og því þarf ekki að ala upp 14 kvígur aukalega miðað við 40% endurnýjunarhlutfall.

landbrugsavisen.dk - SNS

Skylt efni: utan úr heimi

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...