Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Austfirðir á topplista The Guardian
Fréttir 9. febrúar 2016

Austfirðir á topplista The Guardian

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Austurland er á lista breska stórblaðsins The Guardian yfir áhugaverðustu áfangastaðina árið 2016. Í umsögn blaðsins er mælt sérstaklega með gönguferðum um svæðið. Þetta kemur fram á vefmiðlinum austurfrett.
 
Fram kemur að blaðið bendi á að kjörið sé að fara í bílferðir niður á firði, til dæmis til Seyðisfjarðar sem sé góð miðstöð fyrir gönguferðir að sumri til. Aðrir skemmtilegir göngukostir upp til fjalla séu á Snæfell eða um Hafrahvammagljúfur.
 
Fyrir þá sem hafa áhuga á menningu er mælt með heimsókn í Gunnarshús á Skriðuklaustri og þar skammt frá sé stutt í hestaleigu og umhverfi sem skarti gæsum, hreindýrum og heimskautaref.
 
Beint flug kemur Austurlandi inn á listann
 
Það er flug ferðaskrifstofunnar Discover the World í Egilsstaði sem kemur Austurlandi á listann. Í umsögn blaðsins segir meðal annars að Ísland verðskuldi vinsældir sínar en ferðirnar séu nær allar í gegnum Reykjavík. Nýja flugið gefi gestum kost á að fljúga beint í fjarlægari og ósnortnari hluta landsins.
Áður hefur Austurland verið á topplistum Daily Telegraph og London Evening Standard auk þess sem ítarleg grein er um svæðið í nýjasta hefti ferðaritsins Wanderlust. 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...