Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bjóða upp á kennslugögn um landbúnað í rafrænu formi
Fréttir 26. júní 2020

Bjóða upp á kennslugögn um landbúnað í rafrænu formi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Norsku bændasamtökin í sam­starfi við 4H þar í landi bjóða nú upp á rafrænt kennsluefni fyrir kennara og leiðbeinendur nemenda frá 1.–10. bekkjar um landbúnað og er hugsað sem þekkingargjöf fyrir börn og ungmenni.

4H eru stór og mjög virk ungmennasamtök með um 12.000 félagsmönnum sem starfa í um 550 klúbbum vítt og breitt um Noreg. Meðlimir klúbbanna eru á aldursbilinu 10 til 25 ára. Á vefsíðu 4H og norsku bændasamtakanna, sem ber heitið „Den grønne skolen“, getur að líta nokkra flokka eins og um starf bænda, matvælaframleiðslu, ræktun, meðhöndlun dýra og heimsóknir á bæi svo fátt eitt sé nefnt.

Aðgengileg heimasíða

Í „Græna skólanum“ hafa bænda­samtökin ásamt 4H boðið upp á kennsluefni í formi bóka fyrir yngstu nemendur skólastigsins en nú verður heimasíðan aðgengileg öllum og aðlöguð fyrir breiðari aldurshóp. Bækurnar, sem hafa verið mjög vinsælar, munu áfram verða aðgengilegar á netverslun bændasamtakanna. Inni á síðunni geta kennarar meðal annars fundið tilbúið kennsluefni um landbúnað, umhverfi og loftslagsmálefni ásamt því að inni á síðunni eru tengiliðaupplýsingar fyrir heimsóknir á sveitabæi. Litið er á síðuna sem góða viðbót fyrir kennara og markmiðið er að bæta enn við síðuna með tíð og tíma, eins og myndböndum, spurningaleikjum og fleira.

Hugmyndin að verkefninu kom hjá starfsmanni bændasamtakanna norsku eftir kennsluferð til Svíþjóðar árið 2014 þar sem hann kynntist verkefni sænsku samtakanna, Bonden i skolan. Norsku bændasamtökin hafa fengið styrk frá ríkinu til að þróa verkefnið og koma því á fót. /ehg - Bondebladet

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...