Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bjóða upp á kennslugögn um landbúnað í rafrænu formi
Fréttir 26. júní 2020

Bjóða upp á kennslugögn um landbúnað í rafrænu formi

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Norsku bændasamtökin í sam­starfi við 4H þar í landi bjóða nú upp á rafrænt kennsluefni fyrir kennara og leiðbeinendur nemenda frá 1.–10. bekkjar um landbúnað og er hugsað sem þekkingargjöf fyrir börn og ungmenni.

4H eru stór og mjög virk ungmennasamtök með um 12.000 félagsmönnum sem starfa í um 550 klúbbum vítt og breitt um Noreg. Meðlimir klúbbanna eru á aldursbilinu 10 til 25 ára. Á vefsíðu 4H og norsku bændasamtakanna, sem ber heitið „Den grønne skolen“, getur að líta nokkra flokka eins og um starf bænda, matvælaframleiðslu, ræktun, meðhöndlun dýra og heimsóknir á bæi svo fátt eitt sé nefnt.

Aðgengileg heimasíða

Í „Græna skólanum“ hafa bænda­samtökin ásamt 4H boðið upp á kennsluefni í formi bóka fyrir yngstu nemendur skólastigsins en nú verður heimasíðan aðgengileg öllum og aðlöguð fyrir breiðari aldurshóp. Bækurnar, sem hafa verið mjög vinsælar, munu áfram verða aðgengilegar á netverslun bændasamtakanna. Inni á síðunni geta kennarar meðal annars fundið tilbúið kennsluefni um landbúnað, umhverfi og loftslagsmálefni ásamt því að inni á síðunni eru tengiliðaupplýsingar fyrir heimsóknir á sveitabæi. Litið er á síðuna sem góða viðbót fyrir kennara og markmiðið er að bæta enn við síðuna með tíð og tíma, eins og myndböndum, spurningaleikjum og fleira.

Hugmyndin að verkefninu kom hjá starfsmanni bændasamtakanna norsku eftir kennsluferð til Svíþjóðar árið 2014 þar sem hann kynntist verkefni sænsku samtakanna, Bonden i skolan. Norsku bændasamtökin hafa fengið styrk frá ríkinu til að þróa verkefnið og koma því á fót. /ehg - Bondebladet

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...