Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu.
Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu.
Mynd / Ibamagov
Fréttir 26. október 2022

Brasilískur kjúklingur eyðir Amazon

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýútkomin skýrsla rekur hvernig brasilískt kjúklingakjöt sem stendur breskum neytendum til boða er fóðrað á maís og soja sem hægt er að rekja til eyðingar regnskóganna í Amazon.

Brasilíska félagið JBS, sem er stærsta kjötafurðafyrirtæki heims, flutti umrætt kjúklingakjöt til Bretlands.

Skýrslan, sem gefin var út í samvinnu Reporter Brasil og Ecostorm, var gefin út á fimmtu­ daginn í síðustu viku. Þar er sagt að kerfin sem við búum við í dag séu ófullkomin þegar kemur að því að hindra notkun á fóðri af óstaðfestum uppruna. Guardian greinir frá.JBS hefur selt mikið magn kjúklings undir vörumerkinu Seara til Evrópu, Kína og Mið­ Austurlanda. Bretar fluttu inn kjúkling frá fyrirtækinu fyrir minnst 500 milljónir bandaríkjadala.

Kjötið hefur m.a. verið keypt af heildsölum, matvæla­framleiðendum og mötuneytum sem þjóna skólum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og smásölum.

Þrátt fyrir að JBS neiti öllum ásökunum, gátu skýrsluhöfundar rekið soja og maís sem samsteypan keypti beint til nokkurra stórra framleiðenda sem ræktuðu þessar afurðir á landi þar sem regnskógur hafði verið ruddur.

Skylt efni: Kjúklingar | utan úr heimi

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...