Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu.
Hægt er að tengja kjúklingakjöt í breskum verslunum við skógareyðingu.
Mynd / Ibamagov
Fréttir 26. október 2022

Brasilískur kjúklingur eyðir Amazon

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýútkomin skýrsla rekur hvernig brasilískt kjúklingakjöt sem stendur breskum neytendum til boða er fóðrað á maís og soja sem hægt er að rekja til eyðingar regnskóganna í Amazon.

Brasilíska félagið JBS, sem er stærsta kjötafurðafyrirtæki heims, flutti umrætt kjúklingakjöt til Bretlands.

Skýrslan, sem gefin var út í samvinnu Reporter Brasil og Ecostorm, var gefin út á fimmtu­ daginn í síðustu viku. Þar er sagt að kerfin sem við búum við í dag séu ófullkomin þegar kemur að því að hindra notkun á fóðri af óstaðfestum uppruna. Guardian greinir frá.JBS hefur selt mikið magn kjúklings undir vörumerkinu Seara til Evrópu, Kína og Mið­ Austurlanda. Bretar fluttu inn kjúkling frá fyrirtækinu fyrir minnst 500 milljónir bandaríkjadala.

Kjötið hefur m.a. verið keypt af heildsölum, matvæla­framleiðendum og mötuneytum sem þjóna skólum, sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og smásölum.

Þrátt fyrir að JBS neiti öllum ásökunum, gátu skýrsluhöfundar rekið soja og maís sem samsteypan keypti beint til nokkurra stórra framleiðenda sem ræktuðu þessar afurðir á landi þar sem regnskógur hafði verið ruddur.

Skylt efni: Kjúklingar | utan úr heimi

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...