Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ellert frá Baldurshaga er ýruskjóttur. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu.
Ellert frá Baldurshaga er ýruskjóttur. Hann er með bleikálóttan grunn, fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Auk þess er hann með stóra og mikla blesu.
Mynd / Daníel Ingi Larsen
Fréttir 6. apríl 2017

Einstakt litaafbrigði í íslenska hrossastofninum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Bændablaðið fregnaði af því að á Íslandi væri nú til graðfoli sem kominn er á fjórða vetur og er með einstakan lit. Freyja Imsland, doktor í erfðafræði, og Baldur Eiðsson, eigandi folans, staðfestu að svo væri.
 
Folinn sem um ræðir heitir Ellert og er frá Baldurshaga. Hann er óvanalegur á lit, bleikálóttur, breið-blesóttur, með stórt og mikið vagl í báðum augum. Fæturnir og kviðurinn hvítur. Bakið er dökklitt, en síðurnar yrjóttar eins og hálsinn. Litmynstrið á Ellerti er kallað ýruskjótt.
 
Gerð var sameindaerfðafræðileg rannsókn á Ellerti, og leiddi hún í ljós að hann ber glænýjan erfðaeiginleika sem kemur svona fram í litnum. 
 
„Enn sem komið er er Ellert eini hesturinn í gervallri veröld sem ber nákvæmlega þessar literfðir. En þó vitum við eitthvað um litinn, út frá sameindafræðilegum skyldleika við hóp þekktra literfða sem finna má í ýmsum erlendum hrossakynjum. Þessi hópur lita nefnist ríkjandi hvítt, og er þekktastur þannig að fullorðin hross eru oft alhvít, með bleika húð en dökk augu,“ segir Freyja Imsland. 
 
– Sjá nánar á bls. 23 í nýju Bændablaði.
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...