Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Endurskoðun búvörusamninga
Fréttir 20. október 2022

Endurskoðun búvörusamninga

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Seinni endurskoðun búvöru­samninganna sem tóku gildi árið 2017 verður á næsta ári. Þá meta samningsaðilar, Bændasamtök Íslands (BÍ) og stjórnvöld, hvort markmið samninganna hafi náðst.

Undirbúningsvinna er hafin hjá samningsaðilum við gagnaöflun, en svo er gert ráð fyrir að efnislegar viðræður hefjist strax á nýju ári.

Innan Bændasamtaka Íslands hefur í aðdraganda viðræðna verið lögð áhersla á sjálfstæða gagnaöflun til að bæta samningsstöðu bænda. Samkvæmt heimildum innan raða samtakanna leggja þau áherslu á að einfalda samningana eins og hægt er – skýra einnig betur atriði í útfærslum þeirra.

Fjórir samningar

Búvörusamningar eru alls fjórir og fjalla um starfsskilyrði bænda; rammasamningur um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins, garð- yrkjusamningur, nautgripasamningur og sauðfjársamningur.

Varðandi einstök efnisatriði og áherslur BÍ munu sauðfjárbændur kalla eftir endurskoðun á niðurtröppun greiðslumarks, garðyrkjubændur vilja endurskoða útfærslu á niðurgreiðslu rafmagns til lýsingar – þannig að greiðslur til einstakra garðyrkjubænda skerðist ekki þótt það fjölgi í greininni.

Tollvernd og afkoma bænda

Kallað verður eftir breytingum á tollverndinni og afkoma bænda mun verða til umfjöllunar, þar sem farið er inn í samningaviðræðurnar á erfiðum tímum hvað rekstrarumhverfið varðar með miklum verðhækkunum á aðföngum. Afurðaverð hefur þannig ekki tryggt viðunandi afkomu.

Loftslagsmál til umræðu

Ljóst er að aðgerðir stjórnvalda varðandi loftslagsmál verða til umræðu í þessari endurskoðun. Þar eru BÍ þátttakendur í verkefnum eins og Loftslagsvænum landbúnaði og Kolefnisbrúnni, sem talið er að þurfi að styrkja enn frekar.

Sjá fréttaskýringu um uppruna og eðli búvörusamninga í fortíð og nútíð á bls. 20-21 í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...