Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eru vannýtt tækifæri í hrossakjötinu?
Fréttir 13. júní 2018

Eru vannýtt tækifæri í hrossakjötinu?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matís er að fara af stað með verkefni, í samvinnu við Háskóla Íslands, IM ehf. og sláturleyfishafa, þar sem ætlunin er að skoða hvaða vannýttu tækifæri leynast í hrossakjötinu og bæta stöðu þess á innanlandsmarkaði.

Meginmarkmið verkefnisins er að afla upplýsinga hjá sláturhúsum, kjötvinnslum, verslunum, veitingahúsum og neytendum til að skýra út litla neyslu og lágt verð á hrossakjöt. Upplýsinga verður aflað með lestri heimilda og viðtölum við lykilaðila í vinnslu og sölu á hrossakjöti.

Spurningar um viðhorf kaupenda og neytenda verða samdar út frá greiningu á þeim upplýsingum. Eftir það verður ósk um netkönnun send annars vegar til nokkur hundruð einstaklinga sem verða valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og hins vegar til áhrifaaðila í dreifikerfi hrossakjöts á Íslandi. Upplýsingarnar úr könnunum verða greindar á tölfræðilegan hátt til að kanna áhrif alls konar þátta á framboð og eftirspurn á hrossakjöti. Niðurstöður og hugmyndir/tillögur til úrbóta verða síðan kynntar á opnum umræðufundi með hagsmunaðilum.

Verkefnið hlaut nýverið styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins.

Skylt efni: Matís | hrossakjöt

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...