Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Hákon Bjarki Harðarson, Svertingsstöðum, nýr formaður deildar geitfjárbænda í BÍ, fyrir miðju ásamt Guðmundi Frey Kristbergssyni t.v. og Reyni Þorbjarnarsyni t.h., Háafelli.
Hákon Bjarki Harðarson, Svertingsstöðum, nýr formaður deildar geitfjárbænda í BÍ, fyrir miðju ásamt Guðmundi Frey Kristbergssyni t.v. og Reyni Þorbjarnarsyni t.h., Háafelli.
Mynd / sá
Fréttir 10. mars 2025

Fagráð verði stofnað

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hákon Bjarki Harðarson, frjótæknir og bóndi að Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði, er nýr formaður deildar geitfjárbænda innan BÍ.

Hákon tekur við af Brynjari Þór Vigfússyni í Gilhaga. Meðstjórnendur eru Anna María Flygenring í Hlíð II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem var formaður um fimm ára skeið, og Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir á Háafelli í Borgarbyggð.

Á fundi deildarinnar 28. febrúar voru samþykktar nokkrar ályktanir. Þ.á.m. um að haldið yrði áfram með þá vinnu sem unnin hefur verið í að arfgerðargreina íslenska geitfjárstofninn í leit að vernd gegn riðu. Leita skuli eftir fjármagni til niðurgreiðslu á greiningu sýna svo kostnaði fyrir bændur sé haldið í lágmarki.

Fundurinn ályktaði sömuleiðis um að stofnað skyldi fagráð í geitfjárrækt og það starfrækt og fjármagnað sem sama hætti og önnur búgreinafagráð.

Kostnaður við skýrsluhald brengli tölur

Talsverðar umræður urðu á deildarfundinum um skýrsluhald fyrir geitfé. Var það samdóma álit að kostnaður við skýrsluhaldsforritið Heiðrúnu hefði áhrif á fjölda notenda og skráningu í forritið. Því væru tölur mjög á reiki, m.a. um fjölda geitfjár í landinu. Var ályktað um þetta og bent á að í Noregi hafi sú leið verið farin að búfjárstofnar í útrýmingarhættu fái aðgang að skráningarforritum gjaldfrjálst. Leita skuli eftir opinberu fjármagni til fullrar niðurgreiðslu á skýrsluhaldi til að tryggja nákvæmt utanumhald fyrir íslenska geitfjárstofninn.

Á fundarmönnum brann einnig að framþróun yrði ekki möguleg í geitfjárrækt nema að aukin aðkoma yrði frá afurðastöðvum, sem ýtti undir og auðveldaði bændum að koma afurðum á markað. Var því ályktað um að komið yrði á virku samtali varðandi móttöku á gripum til sláturhúsa og afurðastöðva um vinnslu og sölu á afurðum geita.

Greininga óskað fyrir geitfjárrækt

Þá var fjallað um hversu hamlandi það væri að greining á tekjum og gjöldum geitfjárræktar væru að miklu leyti ókunn. Leggjast þyrfti í greiningarvinnu sem nýttist við hagsmunagæslu og næstu búvörusamninga. Óljóst væri hversu mikið kæmi til greinarinnar umfram búvörusamninga, frá afurðatekjum og geitabændum sjálfum. Þá þyrfti að greina gjöld geitfjárræktar, m.a. í hlutfalli við aðrar búgreinar. Var BÍ því falin slík greiningarvinna og athugun á hver utanaðkomandi stuðningur þurfi að vera til að greinin dafni, þar sem geitastofninn sé í útrýmingarhættu.

Síðast, en ekki síst, krafðist fundurinn aukins stuðnings við geitfjárrækt. Geitfjárbændur falli oft ekki undir kröfur varðandi fjárfestingar-, ræktunar- og verkefnastuðning sem nýtist bændum eða greininni. Nauðsynlegt væri að huga að því hvar greinin gæti komist að í núverandi stuðningskerfi og/eða að nýir flokkar yrðu stofnaðir utan um greinina. 

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f