Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sýni úr eggaldini, greipaldini, melónu og dilli reyndust vera með of hátt innihald skordýraeiturs og sveppalyfs.
Sýni úr eggaldini, greipaldini, melónu og dilli reyndust vera með of hátt innihald skordýraeiturs og sveppalyfs.
Fréttir 11. júlí 2022

Fimm sýni innihéldu skordýraeitur og sveppalyf yfir leyfilegum hámarksgildum

Höfundur: Siguðrur Már Harðarson

Fimm sýni úr plöntuafurðum reyndust innihalda varnarefnaleifar yfir leyfilegum hámarksgildum, samkvæmt nýútgefinni ársskýrslu Matvælastofnunar fyrir síðasta ár.

Þrjú sýni innihéldu skordýraeitur yfir hámarki og sveppalyf var í of miklum mæli í tveimur sýnum, öll úr innfluttum vörum. Fyrir árið 2020 innihéldu sjö sýni of mikið af varnarefnaleifum – og sömuleiðis öll úr innfluttum vörum.

Katrín Guðjónsdóttir, fagsviðsstjóri neytendaverndar og fiskeldis hjá Matvælastofnun, segir að sýnatökur vegna varnarefnaleifa í matvælum úr plönturíkinu – þar með talið skordýraeitur, sveppalyf og illgresiseyðir – séu framkvæmdar árlega. Sýni séu tekin samkvæmt kröfum í reglugerðum úr bæði innfluttum og innlendum vörum. Í fyrra voru tekin 133 sýni af matvælum úr jurtaríkinu til greininga á varnarefnaleifum.

Skordýraeitrið sem greindist yfir mörkum fannst í eggaldini frá Spáni og greipaldini frá Tyrklandi, en sveppalyf í melónu frá Hondúras og dilli frá Marokkó.

Í skýringum Matvælastofnunar við niðurstöðurnar segir að ástæður varnarefnaleifa yfir hámarksgildum geti verið mismunandi. Þegar um innfluttar afurðir er að ræða sé ástæðan oft sú að stífari reglur eru um notkun varnarefna innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) en í landinu þar sem matvælin eru framleidd. Fyrir sum efni eru hærri leyfileg hámarksgildi í upprunalandinu og í sumum tilfellum er um að ræða efni sem er bannað að nota við ræktun á EES- svæðinu en ekki í upprunalandinu.

Skimað fyrir 206 efnum

„Hvað varðar varnarefnaleifar í plöntuafurðum þá er skimað fyrir 206 efnum í sýnum sem greind eru hjá Matís. Efnum sem skimað er fyrir hefur verið að fjölga gegnum árin. Í byrjun árs 2014 var skimað fyrir 61 efni, 188 efnum í lok 2017 og 206 síðustu ár. Það er á áætlun að fjölga efnum enn frekar, í áföngum, næstu ár,“ segir Katrín.

Gerð sýnatökuáætlunar á landsvísu er í höndum Matvælastofnunar en Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga sér um sýnatökur og fylgir eftir niðurstöðum utan marka.

Katrín segir einungis tvö innlend sýni hafi verið tekin í fyrra, en í sýnatökuáætlun Matvælastofnunar hafi verið gert ráð fyrir 20 innlendum sýnum. Sá fjöldi er talinn nægur miðað við fjölda innlendra framleiðenda og þá staðreynd að lítið sé notað af varnarefnum við ræktun hérlendis og oftast ekkert í ylrækt. Þetta séu kostnaðarsamar mælingar, hvert sýni kosti yfir 100 þúsund krónur og greiðist úr vasa viðkomandi bænda, framleiðanda og innflytjanda.

Hún segist ekki geta skýrt hvers vegna heilbrigðiseftirlitssvæðin – sem eru alls níu – tóku ekki öll sýnin sem áætlunin gerði ráð fyrir.

Vörum fargað eða þær innkallaðar

Þegar efni greinast yfir hámarksgildi er málum fylgt eftir með stöðvun dreifingar ef varan er enn til og er framleiðanda eða innflutningsaðila gefinn kostur á að staðfesta niðurstöðu með nýju sýni. Þeim birgðum sem til eru er fargað ef niðurstaðan er staðfest. Ef varan er hugsanlega til á heimili neytenda og talin geta valdið þeim skaða, þá er hún innkölluð frá neytendum.

Þegar um innflutta vöru er að ræða er fylgst með næstu sendingum frá sama aðila. Dreifingarbann er á þeim sendingum þar til niðurstöður berast. Sendingum er fargað ef niðurstöður sýna leifar yfir hámarksgildi.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...