Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fræbelgur Magnolia grandis.
Fræbelgur Magnolia grandis.
Fréttir 25. október 2017

Fræ vonarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í litlu þorpi í norðurhéruðum Víetnam hafa tekið sig saman og hafið ræktun á einu af sjaldgæfustu magnolíutrjám í heimi. Markmiðið er að planta trjánum út og fjölga þeim í sínum náttúrulegu heimkynnum.

Búið er að safna fræi, rækta upp og planta út ríflega 1100 smáplöntum af einni af sjaldgæfustu magnolíutrjáategund í heimi, sem á latínu ber heitið Magnolia grandis. Tilgangur íbúanna er að bjarga tegundinni frá útrýmingu með því að planta henni í skóga og kalkríkar hæðir umhverfis þorpið og friða landið.

Fimmtíu tré eftir

Samkvæmt válista IUCN var vitað um 50 tré af tegundinni á um tíu ferkílómetra svæði í heiminum árið 2014 og hún sögð í verulegri útrýmingarhættu. Meginástæða þess er sögð vera ólöglegt skógarhögg og landbúnaður.

Auk þess að bjarga magnolíu­trjánum er talið að ræktun þeirra komi ræktendum kardimomma til góða þar sem kardimommujurtin dafnar vel í skugga og skjóli lauftrjáa eins og magnolíu.

Hluti af stærra verkefni

Átak íbúanna er hluti af stærra verkefni sem kallast  Global Trees Campaign og er í umsjón Fauna & Flora International í Víetnam. Auk þess að bjarga fyrrnefndri magnolíutegund er í gangi svipað verkefni sem ætlað er að fjölga fleiri trjátegundum í útrýmingarhættu. Það á meðal sýprustegund  með gullnu yfirbragði sem hefur fækkað mikið í Víetnam og nefnist Cupressus vietnamensis.

Skylt efni: Víetnam | fræ | ræktun

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...