Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Náttúrulegu plöntuvarnarefnin eiga að verja matjurtir eins og korn.
Náttúrulegu plöntuvarnarefnin eiga að verja matjurtir eins og korn.
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu á náttúrulegum plöntuvarnarefnum úr örþörungum.

Um samstarfsverkefni er að ræða við franska líftæknifyrirtækið ImmunRise Biocontrol. Hafa fyrirtækin fengið þróunarstyrk sem nemur 100 milljónum íslenskra króna úr Eureka Eurostars áætlun Evrópusambandsins.

Plöntuvarnarefni er samheiti á ýmsum tegundum efna sem eiga að verja plöntur fyrir óværu eins og til dæmis skordýrum og sveppum.

Tryggvi Stefánsson, aðstoðar­forstjóri Algalífs, segir að hin náttúru­legu varnarefni sem séu í þróun verði notuð til að verja matjurtir, til að mynda vínvið og korntegundir eins og bygg og hveiti. Fyrst og fremst væri vörnin gegn sveppategundum og kæmi því í stað hefðbundins sveppaeiturs. Markmiðið sé að klára skráningar og tilraunir og koma vörum á markað á árunum frá 2025 til 2026.

Stór alþjóðlegur markaður er með plöntuvarnarefni og í tilkynningu Algalíf segir að áætlað sé að hann velti nálægt eitt þúsund milljörðum íslenskra króna – og markaðurinn fari ört stækkandi þannig að hann muni tvöfaldast á næstu fimm árum. Stór hluti þessara efna sé kemískur en mikil eftirspurn sé eftir náttúrulegum staðgönguefnum.

Þá þróun styðji Evrópusambandið og þar sé stefnt á að dregið hafi úr notkun kemískra varnarefna um helming fyrir árið 2030.

Algalíf er meðal helstu framleiðenda örþörunga í heiminum og stærsti framleiðandi Evrópu á fæðubótarefninu astaxanthín sem unnið eru úr örþörungum. ImmunRise Biocontrol sérhæfir sig í rannsóknum og þróun lífvirkra varnarefna úr þörungum. Umhverfisvæn sveppavarnarefni fyrir landbúnað eru fyrstu afurðir þess.

Skylt efni: Plöntuvarnarefni | Algalíf

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...