Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Náttúrulegu plöntuvarnarefnin eiga að verja matjurtir eins og korn.
Náttúrulegu plöntuvarnarefnin eiga að verja matjurtir eins og korn.
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu á náttúrulegum plöntuvarnarefnum úr örþörungum.

Um samstarfsverkefni er að ræða við franska líftæknifyrirtækið ImmunRise Biocontrol. Hafa fyrirtækin fengið þróunarstyrk sem nemur 100 milljónum íslenskra króna úr Eureka Eurostars áætlun Evrópusambandsins.

Plöntuvarnarefni er samheiti á ýmsum tegundum efna sem eiga að verja plöntur fyrir óværu eins og til dæmis skordýrum og sveppum.

Tryggvi Stefánsson, aðstoðar­forstjóri Algalífs, segir að hin náttúru­legu varnarefni sem séu í þróun verði notuð til að verja matjurtir, til að mynda vínvið og korntegundir eins og bygg og hveiti. Fyrst og fremst væri vörnin gegn sveppategundum og kæmi því í stað hefðbundins sveppaeiturs. Markmiðið sé að klára skráningar og tilraunir og koma vörum á markað á árunum frá 2025 til 2026.

Stór alþjóðlegur markaður er með plöntuvarnarefni og í tilkynningu Algalíf segir að áætlað sé að hann velti nálægt eitt þúsund milljörðum íslenskra króna – og markaðurinn fari ört stækkandi þannig að hann muni tvöfaldast á næstu fimm árum. Stór hluti þessara efna sé kemískur en mikil eftirspurn sé eftir náttúrulegum staðgönguefnum.

Þá þróun styðji Evrópusambandið og þar sé stefnt á að dregið hafi úr notkun kemískra varnarefna um helming fyrir árið 2030.

Algalíf er meðal helstu framleiðenda örþörunga í heiminum og stærsti framleiðandi Evrópu á fæðubótarefninu astaxanthín sem unnið eru úr örþörungum. ImmunRise Biocontrol sérhæfir sig í rannsóknum og þróun lífvirkra varnarefna úr þörungum. Umhverfisvæn sveppavarnarefni fyrir landbúnað eru fyrstu afurðir þess.

Skylt efni: Plöntuvarnarefni | Algalíf

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f