Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Garðyrkjan ríður ekki feitum hesti frá fjárlagafrumvarpi komandi árs fremur en aðrar búgreinar.
Garðyrkjan ríður ekki feitum hesti frá fjárlagafrumvarpi komandi árs fremur en aðrar búgreinar.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá aukið framlag eru tengd dýrasjúkdómum og eflingu kornræktar.

Vilji stjórnvalda til að hlúa frekar að innlendum landbúnaði, svo sem vegna fæðuöryggis og sjálfbærni, er lítt merkjanlegur í fjárlögunum að öðru leyti.

Athygli vekur að t.d. garðyrkjan býr áfram við rýr framlög þrátt fyrir vilyrði stjórnvalda um að bæta þar um betur.

„Það eru gríðarleg vonbrigði að sjá núverandi stjórnvöld hunsa gerða samninga og svíkja gefin loforð,“ segir Axel Sæland, formaður búgreinadeildar garðyrkjubænda. „Enn ein fjárlögin og enginn áhugi er hjá núverandi stjórnvöldum að standa við eigin orð. Við erum með samning sem er til endurskoðunar á þessu ári og þar ætla stjórnvöld ekki að gera neitt til að uppfylla sínar skyldur og þar af leiðandi eiga bændur ekki möguleika á að gera sitt,“ heldur Axel áfram.

Einnig hafi komið skýrt fram í stjórnarsáttmála að efla ætti garðyrkju í landinu til muna, með föstu niðurgreiðsluhlutfalli á raforkuverði til ylræktar og sérstökum stuðningi við útiræktun í gegnum búvörusamninga. Enginn áhugi sé nú hjá stjórnvöldum að standa við þessi fyrirheit.

Gríðarleg vonbrigði garðyrkjubænda

„Íslenskt grænmeti er gæðavara sem er að verða ósamkeppnishæf við innflutt grænmeti vegna þess hversu dýrt er að framleiða,“ segir Axel. „Bændur þurfa að velta öllum kostnaði yfir í verðlag þar sem stjórnvöld ætla sér ekki að koma til móts við greinina. Sem raungerist í því að innfluttar garðyrkjuafurðir verða mun ódýrari samanborið við þær íslensku. Þetta stangast algerlega á við markmið núverandi samnings,“ segir hann enn fremur.

Um 100 fyrirtæki eru í garðyrkju á Íslandi, að sögn Axels. Í ylrækt sé launakostnaður orðinn langstærsti einstaki kostnaðarliðurinn, 40%, og raforkukostnaður um 15–20% af heildarkostnaði. Áburðarkostnaður sé ekki hár af heildinni í ylrækt en verulegur kostnaður í útirækt.

Innleiðingu verndandi arfgerða hraðað

Aukið framlag á fjárlögum 2024 til arfgerðagreiningar verndandi arfgerða íslensks sauðfjár nemur 110 m.kr. og til aukinnar innlendrar framleiðslu á korni til fóðurs og til manneldis 198 m.kr.

„Hvað varðar aukningu í kornrækt og sauðfjárræktun þá eru þetta fjármunir sem samþykktir voru af ríkisstjórn í vor, bæði á grunni skýrslunnar Bleikra akra (aðgerðaáætlun Landbúnaðarháskóla Íslands um aukna kornrækt) og riðurannsóknum, þetta eru nýir fjármunir og við fögnum því,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Varðandi lækkun á öðrum fjármunum til landbúnaðar sé verið að skoða þá liði nánar innan samtakanna.

Í greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands kemur fram að hægt væri að innleiða verndandi arfgerðir gagnvart riðusmiti á takmörkuðum svæðum þannig að eftir fimm ár verði yfir 80% ásetts fjár á mestu áhættusvæðunum arfblendið eða arfhreint fyrir verndandi samsætum og þar af leiðandi ólíklegt til að veikjast af riðu.

Kynbótastarf, innviðir og beinn stuðningur

Hækkun um 198 m.kr. til aðgerða sem eiga að stuðla að aukinni innlendri framleiðslu á korni til fóðurs og til manneldis gerir ráð fyrir að fjármagnið skiptist á milli verkefna til fjárfestingarstuðnings og innviðauppbyggingar í kornrækt annars vegar og beins stuðnings við kornframleiðslu hins vegar. Fyrri hluta tímabilsins verði megináhersla lögð á kynbótastarf og innviðauppbyggingu og á síðari hluta verði innleiddur beinn stuðningur við kornframleiðslu, í samræmi við áherslur sem birtast í aðgerðaáætlun Landbúnaðarháskólans um aukna kornrækt, Bleikum ökrum. Gert er ráð fyrir að á komandi árum fari framlagið til verkefnisins stighækkandi.

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að heildarframlag til landbúnaðar árið 2024 nemi 22.961,2 m.kr. Þar af er 741 m.kr. eyrnamerkt í rannsóknir, þróun og nýsköpun í landbúnaðarmálum. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 126,6 m.kr. að raungildi. Framlög til búvörusamninga lækka skv. frumvarpinu um 326 m.kr. í samræmi við fjármagnsliði samninganna.

Sjá nánar um fjárlagafrumvarpið og landbúnaðinn á síðu 18. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Skylt efni: Garðyrkja

Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...