Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður
Mynd / HKr.
Fréttir 12. ágúst 2020

Garðyrkjuskóli Íslands stofnaður

Höfundur: Ritstjórn

Stofnað hefur verið félagið Garðyrkjuskóli Íslands af starfandi fagfólki í garðyrkju sem flest hefur verið eða er í forsvari fyrir hagsmunafélög í greininni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að tilgangur félagsins sé að standa að faglegri og vandaðri fræðslustarfsemi á sviði garðyrkju og tengdra greina.

„Forsvarsfólk félagsins hefur óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra í því skyni að leita samninga um grunnnám í garðyrkju með svipuðum hætti og gert hefur verið varðandi nám á framhaldsskólastigi, svo sem í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskóla Íslands, Fisktækniskóla Íslands og Tækniskóla Íslands.

Félagið leggur áherslu á að fræðsla og formleg menntun í garðyrkju verði framkvæmd í sem bestu samstarfi við atvinnulífið og starfandi aðila á viðkomandi sviði. Markmiðið með fræðslu og menntun skal vera að búa nemendur sem best undir fjölbreytt störf á sviði garðyrkju og tengdra greina eða áframhaldandi nám.  Jafnframt miðar starfsemi félagsins, fræðslan og námið að því að efla almennan áhuga, þekkingu og þátttöku í ræktun og skyldri starfsemi með víðtækum hætti.

Ætlunin er að halda félagsfund og bjóða starfandi garðyrkjufólki til þátttöku þegar aðstæður leyfa, vegna smitgátar.“ segir í tilkynningunni.

Nánari upplýsingar veita eftirfarandi stjórnarmenn Gunnar Þorgeirsson, Berglind Ásgeirsdóttir og Heiðar Smári Harðarson.

Skylt efni: Garðyrkja | garðyrkjunám

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...