Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu.
Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu.
Mynd / Wikpedia
Fréttir 19. júlí 2022

Gróðureldar ógna búsvæði úlfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógareldar sem geisuðu fyrr í sumar í Zamora-héraði á norðanverðum Spáni lögðu undir sig og skemmdu um 30.000 hektara af skóg- og kjarrlendi sem er flokkað sem hamfarasvæði í dag.

Auk skemmda á gróðri er talið að eldurinn hafi eyðilagt búsvæði tíu villtra úlfahjarða sem þegar áttu undir högg að sækja.

Talið er að fjöldi hvolpa hafi orðið eldinum að bráð en að fullorðin dýr hafi getað komist undan honum á flótta. Úlfarnir, sem kallast Íberíuúlfar, eru með síðustu villtu úlfahjörðunum í Evrópu. Auk þess sem fjöldi annarra villtra dýra svo sem dádýr, villisvín, fjallakettir, otrar og fjöldi fuglategunda áttu búsvæði þar. Með því að lýsa svæðinu sem hamfarasvæði geta yfirvöld veitt allt að tveimur milljónum evra, um 277 milljónum króna, til uppbyggingar þar.

Eldurinn mun hafa kviknað í kjölfar hitabylgju í landinu og hann breiddist út með miklum hraða með vindi um þurrt kjarrlendið.

Um 650 slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar börðust við eldinn í marga daga með hjálp þyrlna og flugvéla og náðu að lokum að hefta útbreiðslu hans.

Skylt efni: utan úr heimi

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...