Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu.
Íberíuúlfar eru með síðustu villtu úlfunum í Evrópu.
Mynd / Wikpedia
Fréttir 19. júlí 2022

Gróðureldar ógna búsvæði úlfa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógareldar sem geisuðu fyrr í sumar í Zamora-héraði á norðanverðum Spáni lögðu undir sig og skemmdu um 30.000 hektara af skóg- og kjarrlendi sem er flokkað sem hamfarasvæði í dag.

Auk skemmda á gróðri er talið að eldurinn hafi eyðilagt búsvæði tíu villtra úlfahjarða sem þegar áttu undir högg að sækja.

Talið er að fjöldi hvolpa hafi orðið eldinum að bráð en að fullorðin dýr hafi getað komist undan honum á flótta. Úlfarnir, sem kallast Íberíuúlfar, eru með síðustu villtu úlfahjörðunum í Evrópu. Auk þess sem fjöldi annarra villtra dýra svo sem dádýr, villisvín, fjallakettir, otrar og fjöldi fuglategunda áttu búsvæði þar. Með því að lýsa svæðinu sem hamfarasvæði geta yfirvöld veitt allt að tveimur milljónum evra, um 277 milljónum króna, til uppbyggingar þar.

Eldurinn mun hafa kviknað í kjölfar hitabylgju í landinu og hann breiddist út með miklum hraða með vindi um þurrt kjarrlendið.

Um 650 slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar börðust við eldinn í marga daga með hjálp þyrlna og flugvéla og náðu að lokum að hefta útbreiðslu hans.

Skylt efni: utan úr heimi

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...