Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Til þess að forðast hungursneyð þarf rússnesk hrávara að rata inn á heimsmarkaðinn. Rússland er einn stærsti framleiðandi matvæla og áburðarefna en útflutningur þaðan hefur stöðvast
Til þess að forðast hungursneyð þarf rússnesk hrávara að rata inn á heimsmarkaðinn. Rússland er einn stærsti framleiðandi matvæla og áburðarefna en útflutningur þaðan hefur stöðvast
Mynd / Sameinuðu þjóðirnar
Fréttir 19. september 2022

Guterres vill rússnesk áburðarefni

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sameinuðu þjóðirnar vinna að því, ásamt Bandaríkjunum og Evrópusambandinu, að koma rússneskum áburðarefnum og matvælum á heimsmarkað.

„Án áburðar árið 2022 getur orðið fæðuskortur árið 2023. Útflutningur á matvælum og áburði frá Úkraínu og Rússlandi er nauðsynlegur til að róa hrávörumarkaði og lækka verð til neytenda,“ sagði Antonio Guteress, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, í heimsókn til Istanbúl í lok ágúst. Aljazeera greinir frá.

Rússland og Úkraína eru með stærstu framleiðendum heimsins á matvælum og Rússland á áburðarefnum. Úkraínumönnum hefur tekist að flytja út 650.000 tonn af korni í gegnum hafnir sínar við Svartahafið, en dugar það ekki til samkvæmt aðalritaranum.

Viðskiptaþvinganir Vesturlanda á Rússa ná ekki yfir matvæli og áburð, en þrátt fyrir það hefur útflutningur á þessum hrávöruflokkum nær stöðvast. Sameinuðu þjóðirnar eru í samstarfi við Bandaríkin og ESB til þess að losa um hindranir á útflutningi sem snúa m.a. að tryggingum, fjármögnun og skipaflutningum.

Skylt efni: utan úr heimi

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...