Hagnaður kúabúa rúmlega helmingi minni í fyrra en árið á undan
Í yfirliti sem Landssamband kúabænda (LK) birti í gær á vef sínum um afkomu 38 íslenskra kúabúa kemur fram að hagnaður af reglulegri starfsemi þessara búa var rúmlega helmingi minni í fyrra en árið 2013.
Búin sem liggja til grundvallar eru misstór af Suður-, Vestur- og Norðurlandi. Það stærsta framleiddi rúmlega 700.000 lítra að jafnaði en það minnsta ríflega 100.000 lítra. Í yfirlitinu kemur fram að árið 2014 lögðu þau inn að jafnaði 277.000 lítra, 22.500 lítrum meira en 2013.
Frekari sundurliðun á yfirliti búreikninganna má finna á vef LK.