Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var
Fréttir 27. október 2020

Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar í djúpsævi sýna að hitastig í dýpstu lögum sjávarins hækkar hraðar en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnun í hafi af þessu tagi leiðir til þess að sjór við hafsbotninn leitar upp og getur þannig haft áhrif á veðurfar jarðar.

Samkvæmt hitamælingum sem gerðar voru á ferns konar dýpi á bilinu 1.360 til 4.757 metra dýpi út af strönd Úrúgvæ á árunum 2009 til 2019 hefur hitastig hafsins á mæli­punktunum hækkað um 0,02 til 0,04° Celsíus.

Aðstandendur mælinganna segja að þrátt fyrir að hækkunin kunni að virðast lítil og minni en í efri lögum sjávar sé hún gríðarleg sé litið til þess hve hafið er stórt og að smálegar breytingar eins og þessar geti haft gríðarleg áhrif til lengri tíma.

Hafið tekur til sín um 90% af hækkun á hitastigi jarðar en þrátt fyrir að hafið tempri hitabreytingarnar valda þau útþenslu og aukinni hreyfingu sjávar. Auk þess sem hitabreytingar af þessu tagi geta haft áhrif á veðurfar til langs tíma, hafa þær einnig áhrif á lífríkið á hafsbotni og í neðstu lögum sjávar.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...