Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var
Fréttir 27. október 2020

Hitastig djúpsjávar hækkar hraðar en spáð var

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar í djúpsævi sýna að hitastig í dýpstu lögum sjávarins hækkar hraðar en spár hafa gert ráð fyrir. Hlýnun í hafi af þessu tagi leiðir til þess að sjór við hafsbotninn leitar upp og getur þannig haft áhrif á veðurfar jarðar.

Samkvæmt hitamælingum sem gerðar voru á ferns konar dýpi á bilinu 1.360 til 4.757 metra dýpi út af strönd Úrúgvæ á árunum 2009 til 2019 hefur hitastig hafsins á mæli­punktunum hækkað um 0,02 til 0,04° Celsíus.

Aðstandendur mælinganna segja að þrátt fyrir að hækkunin kunni að virðast lítil og minni en í efri lögum sjávar sé hún gríðarleg sé litið til þess hve hafið er stórt og að smálegar breytingar eins og þessar geti haft gríðarleg áhrif til lengri tíma.

Hafið tekur til sín um 90% af hækkun á hitastigi jarðar en þrátt fyrir að hafið tempri hitabreytingarnar valda þau útþenslu og aukinni hreyfingu sjávar. Auk þess sem hitabreytingar af þessu tagi geta haft áhrif á veðurfar til langs tíma, hafa þær einnig áhrif á lífríkið á hafsbotni og í neðstu lögum sjávar.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...