Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Milljarðar manna hafa ekki efni á heilbrigðu mataræði.
Milljarðar manna hafa ekki efni á heilbrigðu mataræði.
Mynd / Ninno Jack Jr.
Fréttir 11. ágúst 2022

Hungur í heiminum vex

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Allt að 828 milljón manns bjuggu við hungur árið 2021. Fólk sem lifir undir hungurmörkum hefur aukist um 150 milljónir frá upphafi heimsfaraldurs.

Um 2,3 milljarðar manna, eða 11,7% jarðarbúa, standa frammi fyrir fæðuóöryggi á alvarlegu stigi, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum.

Aukning á hungri á heimsvísu árið 2021 endurspeglar aukinn ójöfnuð milli og innan landa vegna misbágrar efnahagsstöðu og tekjutaps þeirra landa sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af heimsfaraldri Covid-19.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að árið 2020 var áætlað að 22% af börnum heimsins, yngri en 5 ára, byggju við skort á mat á meðan 5,7% barna á sama aldri væri í ofþyngd.

Tæplega 3,1 milljarður manna hafði ekki efni á heilbrigðu mataræði árið 2020, sem er 112 milljónum fleiri en árið 2019. Endurspeglar það ekki síst verðhækkanir á matvælum í kjölfar heimsfaraldursins.

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að kostnaður á heilbrigðu mataræði hafi numið að meðaltali 3,54 Bandaríkjadölum yfir heiminn árið 2020. Miðað við þá mælistiku höfðu um 80% fólks í Afríku ekki efni á slíku á meðan hlutfallið var 1,9% í Norður-Ameríku og Evrópu.

Spár gera ráð fyrir að næstum 670 milljónir manna muni standa frammi fyrir hungri árið 2030, eða 8% mannkyns, sem er sama hlutfall og árið 2015.

Skylt efni: utan úr heimi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...