Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Milljarðar manna hafa ekki efni á heilbrigðu mataræði.
Milljarðar manna hafa ekki efni á heilbrigðu mataræði.
Mynd / Ninno Jack Jr.
Fréttir 11. ágúst 2022

Hungur í heiminum vex

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Allt að 828 milljón manns bjuggu við hungur árið 2021. Fólk sem lifir undir hungurmörkum hefur aukist um 150 milljónir frá upphafi heimsfaraldurs.

Um 2,3 milljarðar manna, eða 11,7% jarðarbúa, standa frammi fyrir fæðuóöryggi á alvarlegu stigi, að því er fram kemur í nýútkominni skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um stöðu fæðuöryggis og næringar í heiminum.

Aukning á hungri á heimsvísu árið 2021 endurspeglar aukinn ójöfnuð milli og innan landa vegna misbágrar efnahagsstöðu og tekjutaps þeirra landa sem hafa orðið fyrir mestum áhrifum af heimsfaraldri Covid-19.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að árið 2020 var áætlað að 22% af börnum heimsins, yngri en 5 ára, byggju við skort á mat á meðan 5,7% barna á sama aldri væri í ofþyngd.

Tæplega 3,1 milljarður manna hafði ekki efni á heilbrigðu mataræði árið 2020, sem er 112 milljónum fleiri en árið 2019. Endurspeglar það ekki síst verðhækkanir á matvælum í kjölfar heimsfaraldursins.

Í skýrslunni er gert ráð fyrir að kostnaður á heilbrigðu mataræði hafi numið að meðaltali 3,54 Bandaríkjadölum yfir heiminn árið 2020. Miðað við þá mælistiku höfðu um 80% fólks í Afríku ekki efni á slíku á meðan hlutfallið var 1,9% í Norður-Ameríku og Evrópu.

Spár gera ráð fyrir að næstum 670 milljónir manna muni standa frammi fyrir hungri árið 2030, eða 8% mannkyns, sem er sama hlutfall og árið 2015.

Skylt efni: utan úr heimi

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...