Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Enn eru í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi. Leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef MAST.
Enn eru í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi. Leiðbeiningar eru aðgengilegar á vef MAST.
Mynd / smh
Í deiglunni 12. desember 2023

Fuglaflensa breiðist út

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Skæð fuglaflensa er nú útbreidd í villtum fuglum um allt land en ekki eru vísbendingar um fjöldadauða.

Í umfjöllun á vef Matvælastofnunar kemur fram að sú tegund fuglaflensunnar sem talin er vera útbreidd sé H5N5. Nýleg tilfelli af henni voru staðfest í dauðum hrafni rétt hjá húsnæði Matvælastofnunar á Selfossi og í ritu á Hallormsstað. Áður hafi þetta afbrigði greinst í erni á Breiðafirði og æðarfugli í Ólafsfirði. Sterkar vísbendingar séu um að þessi gerð hafi borist með villtum fuglum til landsins síðsumars.

Ekki hafi borist tilkynningar um fjöldadauða í villtum fuglum nú í haust sem bendi til að áhrif þessa afbrigðis á villtu fuglastofnana séu ekki mjög alvarleg. Annað afbrigði fuglaflensunnar sem algengust var hér á landi á síðasta ári í villtum fuglum virðist núna ekki vera mjög útbreidd. Matvælastofnun hvetur almenning áfram til að tilkynna fund á veikum og dauðum fuglum til stofnunarinnar, helst með gps-hnitum fundarstaðarins.

Þá eru enn í gildi varúðarráðstafanir til verndar alifuglum og öðrum fuglum í haldi og eru þær aðgengilegar í gegnum vef Matvælastofnunar.

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu
Fréttaskýring 7. júní 2024

Ísland eftirbátur í stuðningi við nýliðun og fjárfestingu

Ísland stendur öðrum löndum að baki þegar kemur að stuðningi við nýliða í landbú...

Rýnt í endurskinshæfni skóga
Fréttaskýring 24. maí 2024

Rýnt í endurskinshæfni skóga

Komið hefur fram í vísindagreinum að breyting á endurvarpi sólargeislunar gæti m...

Upprunamerki matvæla skipta máli
Fréttaskýring 7. maí 2024

Upprunamerki matvæla skipta máli

Þegar kemur að því að versla matvæli horfa neytendur mikið til upprunalands fram...

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs
Fréttaskýring 18. apríl 2024

Heimild kjötafurðastöðva til sameiningar og samstarfs

Alþingi samþykkti 21. mars sl. breytingu á búvörulögum sem felur í sér undanþágu...

Mikilvægasta rými jarðar
Fréttaskýring 29. mars 2024

Mikilvægasta rými jarðar

Stærsta innlögn nýrra fræsafna í Alþjóðlegu fræhvelfinguna á Svalbarða átti sér ...

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...