Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Indland dró úr útflutningi á hveitikorni í vor og hveitimjöli núna í ágúst til þess að tryggja fæðuöryggi innanlands.
Indland dró úr útflutningi á hveitikorni í vor og hveitimjöli núna í ágúst til þess að tryggja fæðuöryggi innanlands.
Mynd / Anurag Guatam
Fréttir 21. september 2022

Indverjar hefta útflutning

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Indland, sem er annar stærsti hveitiframleiðandi í heiminum, setti útflutningshömlur á hveiti í vor.

Í kjölfarið jókst útflutningur á möluðu hveiti um 200% miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiddi til verðhækkana á innanlandsmarkaði. Fyrir skemmstu lokuðu indversk stjórnvöld á útflutning á hveitimjöli.

Þetta gera indversk stjórnvöld til að tryggja fæðuöryggi sinna þegna og sporna við hækkuðu verði á innanlandsmarkaði. Guardian greinir frá. Vonir stóðu til að Indland gæti fyllt það skarð sem varð við lokun hafna við Svartahaf við innrás Rússa í Úkraínu. Uppskerubrestur, verðhækkanir og minnkaðar neyðarbirgðir í korngeymslum urðu til þess að indversk stjórnvöld settu skyndilegar hömlur við útflutningi á hveiti 14. maí síðastliðinn.

Útflutningshömlurnar í vor höfðu tímabundin áhrif til verðlækkunar á hveiti. Útflytjendur nýttu sér fljótlega glufu í reglugerðinni sem bannaði ekki útflutning á möluðu hveiti.

Það leiddi til 20% verðhækkunar í sumar. Indversk stjórnvöld brugðust við í lok ágúst og settu útflutningshöft á malað hveiti.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...