Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ísland með sérstöðu þegar kemur að bakteríusýkingum í matvælum
Fréttir 14. janúar 2015

Ísland með sérstöðu þegar kemur að bakteríusýkingum í matvælum

Höfundur: Vilmundur Hansen


Árið 1999, eftir holskeflu Campylobacter-sýkinga hérlendis, var eftirliti með kjúklingum aukið. Í dag eru tekin sýni úr hópum allra eldiskjúklinga á leið til slátrunar 2-5 dögum fyrir fyrirhugaða slátrun. Ef bakterían greinist er allur kjúklingurinn úr viðkomandi hópi frystur að slátrun lokinni.

Á heimasíðu Matís segir að stæðan fyrir því að þessi leið var valin byggðist á rannsóknum sem gerðar voru hjá forverum þeirra rannsóknastofa sem sameinuðust í Matís og sýndu fram á að með frystingu fækkaði bakteríunni um allt að 99%. Þar með dró mjög mikið úr þeirri hættu sem fylgdi meðhöndlun kjúklinga og krosssmitun bakteríunnar í önnur matvæli. 

Þar sem frystar alifuglaafurðir seljast á mun lægra verði en ferskar leiddi frystikrafan til þess að  alifuglabændur hertu mjög á öllum fyrirbyggjandi aðgerðum sem drógu þannig mjög fljótlega úr mengun eldishópa. Þessar aðgerðir, auk fræðslu til almennings um rétta meðhöndlun hrárra kjúklingaafurða, hafa gert það að verkum að í dag er árlegur fjöldi greindra sjúkdómstilfella af innlendum uppruna í mönnum aðeins brot af því sem greindist 1999 og fjöldi eldishópa sem greinist með bakteríuna er sömuleiðis aðeins lítið brot af því sem var áður en frystikrafan var innleidd árið 2000.

Með þessum aðgerðum hefur Ísland skapað sér sérstöðu þegar kemur af fátíðni Campylobacter-sýkinga, en ekkert annað land hefur náð að fækka smittilvikum með sama hætti og á jafn stuttum tíma og gerðist á Íslandi. Þessi árangur hefur vakið mikla athygli og hafa önnur lönd m.a. Noregur unnið að uppsetningu svipaðs kerfis íhlutandi aðgerða.
 

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f