Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
JA Group
Fréttir 14. apríl 2016

JA Group

Höfundur: Vilmundur Hansen

JA Group, sem japönsku bændasamtökin eiga og eru hluti af, reka banka sem kallast Norinchukin Bank á landsvísu en Shinren í héraði og tryggingafélag sem heitir Zenkyoren. Bankinn er með stærri bönkum í landinu og Zenkyoren í hópi stærstu tryggingafélaga í heimi. JA Group kemur einnig að olíu- og gasdreifingu í Japan.

JA stendur fyrir Japanese Agriculture en landbúnaðarhluti samsteypunnar kallast Zen-Noh og er með ítök í flestu sem snýr að matvælaframleiðslu, geymslu, sölu og dreifingu á matvælum, fiski, mjólk, eggjum, kjöti- og plöntuafurðum, fóðri, áburði og öðrum efnum til landbúnaðar. Auk þess að reka fjölda mat- og dagvöruverslana. Samtökin reka afurðastöðvar, pökkunarverksmiðju fyrir matvæli og framleiða umbúðirnar sjálf. Þau eiga hlut í fyrirtæki sem framleiðir landbúnaðartæki og um tíma var á markaði dráttarvél sem kallaðist Zen-Noh en framleidd af Kubota.

Bændasamtökin reka rannsóknarstofur og tengjast landbúnaðarrannsóknum í samvinnu við háskólasamfélagið. 

Reka dagblað og öfluga fræðslu- og ráðgjafarþjónustu

Samtökin reka öfluga fræðslu- og ráðgjafarþjónustu tengda landbúnaði, markaðssetningu og kynningu á matvælum undir heitinu Zenchu sem líka gefur út dagblað á landsvísu. Zenchu sér einnig um samskipti við opinbera stjórnsýslu í landinu og lobbíisma.

Zen-Noh á í viðskiptum víða um heim og stunda umtalsverða utanríkisverslun bæði sem inn- og útflutningsfyrirtæki. Félagið er með skrifstofur vítt og breitt um Japan og útibú í Þýskalandi, Ástralíu, Kína, Brasilíu, Taílandi, Kanada, Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum.

Rúmlega átta þúsund starfsmenn

Starfsmenn JA eru rúmlega átta þúsund. Samkvæmt ársskýrslu Zen-Noh var velta JA Group árið 2015 um 6,2 billjónir jena eða um 6,8 billjónir íslenskra króna. 

Skylt efni: Japan | Landbúnaður | Zen-Noh

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...