Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kannabisræktun Systranna í dalnum.
Kannabisræktun Systranna í dalnum.
Fréttir 8. nóvember 2017

Kannabisframleiðsla í Kaliforníu umfram eftirspurn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðasta ári er áætlað að í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum hafi verið framleidd ríflega sex milljón kíló af hampi. Framleiðslan er fimm sinnum meiri en áætluð notkun í ríkinu, sem er um milljón kíló á ári. Ræktun og neysla kannabis er lögleg í Kaliforníu.

Reyndar er svo komið að vegna geysilegrar offramleiðslu á kannabis í Kaliforníu hefur orðið verðfall á afurðinni. 

Í kjölfar mikillar framleiðslu umfram eftirspurn hafa yfirvöld velt fyrir sér spurningunni um hvað verði um það magn sem ekki er nýtt innan ríkis. Að sögn þeirra sem láta sig málið varða er einungis um eitt svar að ræða og það er að umframframleiðsla sé seld til annarra ríkja og í mörgum tilvikum til ríkja þar sem hampur er enn ólöglegur.

Stjórnvöld í Kaliforníu segja verða að gera allt til að koma í veg fyrir að mikið magn af kannabis sé framleitt í ríkinu og selt ólöglega annars staðar. 

Þrátt fyrir að ræktun og neysla á kannabis sé leyfileg í Kaliforníu og mörgum öðrum ríkjum í Bandaríkjunum er hvoru tveggja enn ólöglegt samkvæmt alríkislögum Bandaríkjanna.

Ein lausnin til að koma í veg fyrir ólöglegan útflutning á kannabis frá ríkinu, samkvæmt stofnun sem kallast California Bureau of Cannabis Control, er að gefa út ræktunarleyfi sem jafnframt fælu í sér bann á að selja uppskeruna utan ríkisins.

Meðal þeirra sem hafa gert það gott með ræktun kannabis og framleiðslu afurða úr plöntunni er hópur nunna sem kalla sig Sisters of the Valley, eða systurnar í dalnum, sem segjast rækta kannabis eftir alda gömlum ræktunaraðferðum. Sem er náttúrulega þvæla þar sem Systurnar í dalnum beita nýjustu ræktunartækni til að hámarka uppskeruna.. 

Skylt efni: kannabis | Kalifornía | ræktun

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...