Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Pálmi Viðar Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur við fyrstu bílunum frá Kristmanni Frey Dagssyni, sölustjóra Öskju.
Pálmi Viðar Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, tekur við fyrstu bílunum frá Kristmanni Frey Dagssyni, sölustjóra Öskju.
Mynd / Bílaleiga Akureyrar
Líf og starf 20. október 2021

Keyptu 70 rafbíla á einu bretti

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Höldur-Bílaleiga Akureyrar festi kaup á 70 rafbílum á dögunum, en um er að ræða stærstu einstöku kaup á rafbílum hér á landi.

Fyrirtækið leggur mikla áherslu á orkuskipti í bílaflota sínum, en um 15% bílanna nú eru raf- eða tvinnbílar. Stefnt er að því að fjórðungur bílaflotans verði raf- eða tvinnbílar á næsta ári, að sögn Steingríms Birgissonar, framkvæmdastjóra félagsins.

Bílarnir eru af gerðinni Kia-Niro og er bróðurpartur þeirra, um 60 bílar, þegar komnir til landsins og komnir í útleigu. Steingrímur segir að félagið hafi smám saman verið að fjölga umhverfisvænum bílum í sínum flota og vildu gjarnan gera það hraðar. Það sem hamlar helst er að innviði skorti hér og hvar um landið, við hótel og gististaði vanti fleiri hleðslustöðvar.

Viðskiptavinir vilji gjarnan leigja rafbíla, en enn sem komið er nýtir einungis innlendi markaðurinn þá bíla. Þeir erlendu ferðamenn sem eru á ferð um landið geti ekki nýtt sér þá þar sem ekki er á vísan að róa með hleðslu á gististað. Steingrímur vonar að úr því rætist en Orkusjóður hafi auglýst styrki til gististaða sem vilja byggja upp hleðslustöðvar við fyrirtæki sín.

50 milljónir í hleðslustöðvar

Steingrímur segir að vissulega sé dýrt að koma upp hleðslustöðvum. Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur undanfarin misseri staðið í uppbyggingu á slíkum stöðvum.

Við nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík, í Skútuvogi 8, er búið að setja upp 26 stöðvar en gert ráð fyrir við uppbygginguna að hægt verði að fjölga þeim upp í 100.

Við Reykjavíkurflugvöll voru settar upp 6 hleðslustöðvar og þær eru jafnmargar á Akureyri, en dreifast á þrjá staði.

„Við erum með 38 hleðslustöðvar núna og ljóst að við munum fjölga þeim umtalsvert á næstunni,“ segir Steingrímur. Fjárfesting við uppbygginguna nemur um 50 milljónum króna, en 6 til 8 milljóna króna styrkur fékkst úr Orkusjóði. 

Skylt efni: rafbílar

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...