Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Kjörbúðin áfram á Hellu
Mynd / mhh
Fréttir 31. október 2023

Kjörbúðin áfram á Hellu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Engin óvissa er um framtíð Kjörbúðarinnar á Hellu, að sögn Gunnars Egils Sigurðssonar, forstjóra Samkaupa, sem rekur verslunina.

„Rekstrarkostnaður er að aukast gríðarlega mikið í okkar rekstri og allt þetta ár hefur okkar starfsfólk unnið frábært starf í kostnaðaraðhaldi sem hefur orðið til þess að við höfum ekki hækkað útsöluverð í takt við hækkun innkaupsverða. Verðbreytingar birgja og framleiðenda eru fordæmalausar og höfum við móttekið tæplega 600 tilkynningar um verðbreytingar birgja og framleiðenda og flest allar eru það hækkanir,“ segir Gunnar.

Í 16. tbl. Bændablaðsins sagði Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, að íbúar kvörtuðu undan háu vöruverði í þessari einu matvöruverslun Hellu. Gunnar Egill segir Kjörbúðina bjóða upp á nauðsynjavörur til heimilisnota sem eru á samkeppnishæfu verði við lágvöruverslanir.

„Þannig hefur Kjörbúðin stuðlað að hagkvæmum innkaupum í dreifðu byggðum landsins, boðið upp á mikið af góðum tilboðum og vörur í eigin inn flutningi á lægra verði.“ Hann bendir einnig á að hægt sé að fá 2% afslátt af matarkörfunni og aðgang að sértilboðum ef verslað sé í gegnum smáforrit Samkaupa.

Samkaup rekur verslanir Kjörbúðarinnar á sextán stöðum kringum landið. Einnig rekur fyrirtækið dagvöruverslanirnar Nettó, Krambúðina og Iceland. Samkaup keypti rekstur og starfsemi verslunar Krónunnar á Hellu árið 2021 en Krónunni bar að selja verslunina vegna mikils markaðsstyrks á svæðinu og í því skyni að efla samkeppni á dagvörumarkaði skv. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2019.

Skylt efni: Kjörbúðin á Hellu

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...