Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjörbúðin áfram á Hellu
Mynd / mhh
Fréttir 31. október 2023

Kjörbúðin áfram á Hellu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Engin óvissa er um framtíð Kjörbúðarinnar á Hellu, að sögn Gunnars Egils Sigurðssonar, forstjóra Samkaupa, sem rekur verslunina.

„Rekstrarkostnaður er að aukast gríðarlega mikið í okkar rekstri og allt þetta ár hefur okkar starfsfólk unnið frábært starf í kostnaðaraðhaldi sem hefur orðið til þess að við höfum ekki hækkað útsöluverð í takt við hækkun innkaupsverða. Verðbreytingar birgja og framleiðenda eru fordæmalausar og höfum við móttekið tæplega 600 tilkynningar um verðbreytingar birgja og framleiðenda og flest allar eru það hækkanir,“ segir Gunnar.

Í 16. tbl. Bændablaðsins sagði Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, formaður byggðarráðs Rangárþings ytra, að íbúar kvörtuðu undan háu vöruverði í þessari einu matvöruverslun Hellu. Gunnar Egill segir Kjörbúðina bjóða upp á nauðsynjavörur til heimilisnota sem eru á samkeppnishæfu verði við lágvöruverslanir.

„Þannig hefur Kjörbúðin stuðlað að hagkvæmum innkaupum í dreifðu byggðum landsins, boðið upp á mikið af góðum tilboðum og vörur í eigin inn flutningi á lægra verði.“ Hann bendir einnig á að hægt sé að fá 2% afslátt af matarkörfunni og aðgang að sértilboðum ef verslað sé í gegnum smáforrit Samkaupa.

Samkaup rekur verslanir Kjörbúðarinnar á sextán stöðum kringum landið. Einnig rekur fyrirtækið dagvöruverslanirnar Nettó, Krambúðina og Iceland. Samkaup keypti rekstur og starfsemi verslunar Krónunnar á Hellu árið 2021 en Krónunni bar að selja verslunina vegna mikils markaðsstyrks á svæðinu og í því skyni að efla samkeppni á dagvörumarkaði skv. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins árið 2019.

Skylt efni: Kjörbúðin á Hellu

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...