Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristinn Hugason
Kristinn Hugason
Fréttir 12. september 2022

Kristinn Hugason ráðinn samskiptastjóri Ísteka

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kristinn Hugason hefur hafið störf sem samskiptastjóri Ísteka.

Kristinn hefur meistaragráður í búfjárkynbótafræði (MSc) frá SLU og í opinberri stefnumótun og stjórnsýslu (MA) frá HÍ, er fram kemur í fréttatilkynningu frá Ísteka.

„Hann starfaði um árabil sem landsráðunautur Búnaðarfélags Íslands í hrossarækt og hjá Bændasamtökunum eftir stofnun þeirra, síðan innan stjórnarráðsins; í sjávarútvegs- ráðuneytinu, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

Þar sinnti hann m.a. málefnum sjálfbærrar þróunar, fiskeldis, matvælamálum, málefnum dýravelferðar og var formaður nefndarinnar sem samdi frumvarp til núgildandi laga um velferð dýra (lög nr. 55/2013), almennum landbúnaðarmálum og hrossaræktarinnar sérstaklega. Nú síðustu árin hefur Kristinn starfað sem forstöðumaður Söguseturs íslenska hestsins. Hann hefur stundað hestamennsku svo gott sem allt sitt líf og hrossarækt sem viðfangsefni meira og minna síðustu fjóra áratugina eða svo,“ segir í tilkynningunni.

Í aðsendri grein á bls. 53 fjallar Kristinn um blóðtöku úr fylfullum hryssum, þar sem hann gerir athugasemd við málflutning talsmanna þýsk-svissnesku dýraverndarsamtakanna AWF/TSB í síðasta tölublaði Bændablaðsins.

Skylt efni: Ísteka

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...