Lágmarksverð hækkar
Verð á fyrsta flokks mjólk til bænda hefur hækkað um 0,46 prósent og heildsöluverð um eitt prósent.
Verðhækkunin er komin til vegna kostnaðarhækkana við framleiðslu mjólkur frá síðustu verðákvörðun verðlagsnefndar búvara sem byggði á verðlagi í september 2024.
Gjaldaliðir í verðlagsgrundvelli kúabús hafa hækkað um 0,46 prósent og lagði verðlagsnefndin til að verð til bænda færi úr 136,30 krónum á lítrann upp í 136,93 krónur fyrir mjólk í fyrsta flokki.
Heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hækkaði um sem nemur kostnaðarhækkun vegna hráefniskaupa og hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar. Breytingarnar tóku gildi þann 17. febrúar síðastliðinn.