LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB
Nýlega veitti Evrópusambandið 700 milljónum króna til fjögurra ára rannsóknarverkefnis, sem Landbúnaðarháskóli Íslands er m.a. aðili að.
Nafn verkefnisins er „Future Arctic“ en tilgangur þess er að gefa innsýn í hvernig graslendi og skógar bregðast við loftslagsbreytingum. Rannsóknin mun fara fram á starfsstöð Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi. Að verkefninu koma um 50 vísindamenn, þar af sjö nýdoktorar, 22 doktorsnemar og 3 meistaranemar frá 31 stofnun og háskólum frá fimmtán löndum. Þá koma sex einkarekin fyrirtæki að verkefninu. Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor við Landbúnaðarháskólann, er einn af umsjónarmönnum verkefnisins.