Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lífhagkerfisstefna fyrir Ísland
Fréttir 1. júlí 2016

Lífhagkerfisstefna fyrir Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lífhagkerfisstefnan hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og hefur víðtækt samráð átt sér stað við hagsmunaaðila. Þessi vinna hefur verið leidd af Matís í umboði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis segir að birting stefnunnar á heimasíðu ráðuneytisins er hluti af mikilvægu samráðsferli. Allir sem vilja láta sig þetta mikilvæga málefni varða eru hvattir til að kynna sér stefnudrögin og senda inn athugasemdir eða ábendingar, eigi síðar en 20. ágúst 2016.

Markmið lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland eru að styðja sjálfbæra þróun og uppbyggingu atvinnulífs sem byggir á nýtingu lífauðlinda, þvert á hinar svonefndu hefðbundnu atvinnugreinar, landbúnað, sjávarútveg og matvælavinnslu. Við þessa vinnu hefur verið leitast við að fjalla um tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar innan þessara greina atvinnulífsins og hvernig styðja megi við uppbyggingu nýrra greina til framtíðar, hvernig bæta megi nýtingu og minnka sóun, auk þess sem horft er til nýtingar vannýttra auðlinda.

Við stefnumörkunina er sérstaklega horft til sérstöðu Íslands, m.a tækifæra sem byggja á nýtingu einstakra erfðaauðlinda, sérstöðu sem rekja má legu landsins, hafsvæðisins í kring um okkur og þess árangurs sem náðst hefur í íslenskum sjávarútvegi. Sá árangur í samhengi við ábyrga stefnumörkun á sviði lífhagkerfisins gefur mikil tækifæri til að verða leiðandi í málefnum hafsins á alþjóða vettvangi auk þess að nýtast með beinum hætti við markaðssetningu á vöru og þjónustu.

Mörkun lífhagkerfisstefnu á sér fyrirmyndir í öðrum norrænum ríkjum og hefur reynsla annarra landa af stefnumörkun á þessu sviði verið höfð til hliðsjónar við vinnuna, auk þess að taka mið af þeirri þekkingu og reynslu sem hefur orðið til með formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014-2016, NordBio. Jafnframt er tekið mið af margskonar stefnumótun á innlendum vettvangi, s.s. stefnu Vísinda-og tækniráðs.

Vinna við undirbúning lífhagkerfisstefnunnar hefur verið í höndum sérstaks starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði 2015 og hefur Matís ohf. farið með framkvæmd vinnunnar. Víðtækt samráð hefur verið haft við stofnanir, önnur ráðuneyti og atvinnulífið, einkum samtök og fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði, matvælavinnslu og líftækni.
 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...