Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lífhagkerfisstefna fyrir Ísland
Fréttir 1. júlí 2016

Lífhagkerfisstefna fyrir Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lífhagkerfisstefnan hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og hefur víðtækt samráð átt sér stað við hagsmunaaðila. Þessi vinna hefur verið leidd af Matís í umboði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis segir að birting stefnunnar á heimasíðu ráðuneytisins er hluti af mikilvægu samráðsferli. Allir sem vilja láta sig þetta mikilvæga málefni varða eru hvattir til að kynna sér stefnudrögin og senda inn athugasemdir eða ábendingar, eigi síðar en 20. ágúst 2016.

Markmið lífhagkerfisstefnu fyrir Ísland eru að styðja sjálfbæra þróun og uppbyggingu atvinnulífs sem byggir á nýtingu lífauðlinda, þvert á hinar svonefndu hefðbundnu atvinnugreinar, landbúnað, sjávarútveg og matvælavinnslu. Við þessa vinnu hefur verið leitast við að fjalla um tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar innan þessara greina atvinnulífsins og hvernig styðja megi við uppbyggingu nýrra greina til framtíðar, hvernig bæta megi nýtingu og minnka sóun, auk þess sem horft er til nýtingar vannýttra auðlinda.

Við stefnumörkunina er sérstaklega horft til sérstöðu Íslands, m.a tækifæra sem byggja á nýtingu einstakra erfðaauðlinda, sérstöðu sem rekja má legu landsins, hafsvæðisins í kring um okkur og þess árangurs sem náðst hefur í íslenskum sjávarútvegi. Sá árangur í samhengi við ábyrga stefnumörkun á sviði lífhagkerfisins gefur mikil tækifæri til að verða leiðandi í málefnum hafsins á alþjóða vettvangi auk þess að nýtast með beinum hætti við markaðssetningu á vöru og þjónustu.

Mörkun lífhagkerfisstefnu á sér fyrirmyndir í öðrum norrænum ríkjum og hefur reynsla annarra landa af stefnumörkun á þessu sviði verið höfð til hliðsjónar við vinnuna, auk þess að taka mið af þeirri þekkingu og reynslu sem hefur orðið til með formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014-2016, NordBio. Jafnframt er tekið mið af margskonar stefnumótun á innlendum vettvangi, s.s. stefnu Vísinda-og tækniráðs.

Vinna við undirbúning lífhagkerfisstefnunnar hefur verið í höndum sérstaks starfshóps, sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði 2015 og hefur Matís ohf. farið með framkvæmd vinnunnar. Víðtækt samráð hefur verið haft við stofnanir, önnur ráðuneyti og atvinnulífið, einkum samtök og fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði, matvælavinnslu og líftækni.
 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...