Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá undirskrift viljayfirlýsingar Árborgar og Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðara í sveitarfélaginu. Á myndinni er bæjarráð Árborgar, frá vinstri, Arna Ír Gunnarsdóttir, Kjartan Björnsson, Eyrún Magnúsdóttir og Helgi S. Haraldsson. Fyrir framan frá vins
Frá undirskrift viljayfirlýsingar Árborgar og Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðara í sveitarfélaginu. Á myndinni er bæjarráð Árborgar, frá vinstri, Arna Ír Gunnarsdóttir, Kjartan Björnsson, Eyrún Magnúsdóttir og Helgi S. Haraldsson. Fyrir framan frá vins
Mynd / MHH
Fréttir 16. apríl 2018

Ljósleiðari inn á öll heimili í Árborg

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Gagnaveita Reykjavíkur og Sveitarfélagið Árborg hafa gert með sér samkomulag um ljósleiðaravæðingu alls þéttbýlis í sveitarfélaginu en það er Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakki. Verkefninu verður lokið á næstu þremur árum. 
 
Með framkvæmdunum munu heimilum í þessum byggðakjörnum standa til boða eitt gíga gæðasamband ljósleiðarans, sem gefur kost á 1000 megabitum til og frá heimili. 
 
Flest stærstu fjarskipta- og afþreyingarfyrirtæki landsins bjóða þjónustu sína um ljósleiðarann og viðskiptavinum stendur til boða val á milli fjölmargra þjónustuleiða Vodafone, Nova, 365, Hringdu og Hringiðunnar. Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, fagnar samkomulaginu um ljósleiðarann. 
 
Sjálfsagður hlutur 
 
„Öflug fjarskiptatenging er orðin jafn sjálfsagður hlutur í nútíma sveitarfélagi og vatn, rafmagn og fráveita. Íbúum Árborgar fjölgar hratt og við erum ánægð með að fá ljósleiðarann í hverja íbúð í bænum. Atvinnulíf verður hér líka samkeppnishæfara með bættum fjarskiptatengingum og við sjáum fram á gróskumikinn vöxt í sveitarfélaginu með því að þjónusta við íbúa og atvinnulíf eflist með tilkomu ljósleiðarans. Árborg kemst í fremstu röð sveitarfélaga í þessu tilliti.“ 

Skylt efni: ljósleiðari | Árborg

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...