Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Marglyttulamb á markað
Fréttir 1. júlí 2015

Marglyttulamb á markað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkur eru á að erfðabreytt lamb með próteini úr marglyttu hafi verið sent í sláturhús frá rannsóknastofu í París ásamt óerfðabreyttum lömbum og endað á diski neytenda.

Aðstandendur rannsóknastofunnar segja að um mistök hafi verið að ræða. Yfirvöld í Frakkland hafa hafið rannsókn á málinu en segja um leið að almenningi eigi ekki að stafa nein hætta af neyslu kjötsins.

Samkvæmt frétt í franska dagblaðinu La Parisien mun DNA-móður lambsins, sem kölluð er Emeraude, hafa verið breytt með því að setja í hana sjálflýsandi grænt prótein úr marglyttu í tilraunaskyni. Lambið umrædda fæddist því með genið í sér.

Talsmenn rannsóknastofunnar segja að lambið, sem var gimbur og kölluð Rubis, hafi óvart blandast saman við óerfðabreytt lömb og vegna röð mistaka sent til slátrunar.

Gagnrýnendur atviksins segja að afsakanir rannsóknastofunnar líkist söguþræðinum í vísindaskáldsögu og að slátrun lambsins hafi verið viljaverk og hluti af rannsóknarverkefni sem kallast Grænt sauðfé og hafi staðið frá árinu 2009 án vitundar yfirvalda og sé ætlað að kanna áhrif erfðabreyttrar kjötvöru á neytendur.

Sala á erfðabreyttum matvælum er ólögleg í Frakklandi.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...