Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Marglyttulamb á markað
Fréttir 1. júlí 2015

Marglyttulamb á markað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Líkur eru á að erfðabreytt lamb með próteini úr marglyttu hafi verið sent í sláturhús frá rannsóknastofu í París ásamt óerfðabreyttum lömbum og endað á diski neytenda.

Aðstandendur rannsóknastofunnar segja að um mistök hafi verið að ræða. Yfirvöld í Frakkland hafa hafið rannsókn á málinu en segja um leið að almenningi eigi ekki að stafa nein hætta af neyslu kjötsins.

Samkvæmt frétt í franska dagblaðinu La Parisien mun DNA-móður lambsins, sem kölluð er Emeraude, hafa verið breytt með því að setja í hana sjálflýsandi grænt prótein úr marglyttu í tilraunaskyni. Lambið umrædda fæddist því með genið í sér.

Talsmenn rannsóknastofunnar segja að lambið, sem var gimbur og kölluð Rubis, hafi óvart blandast saman við óerfðabreytt lömb og vegna röð mistaka sent til slátrunar.

Gagnrýnendur atviksins segja að afsakanir rannsóknastofunnar líkist söguþræðinum í vísindaskáldsögu og að slátrun lambsins hafi verið viljaverk og hluti af rannsóknarverkefni sem kallast Grænt sauðfé og hafi staðið frá árinu 2009 án vitundar yfirvalda og sé ætlað að kanna áhrif erfðabreyttrar kjötvöru á neytendur.

Sala á erfðabreyttum matvælum er ólögleg í Frakklandi.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...