Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gunnar Þorgeirsson hjá Gróðrarstöðinni Ártanga.
Gunnar Þorgeirsson hjá Gróðrarstöðinni Ártanga.
Fréttir 23. febrúar 2017

Mikil sala á afskornum blómum fyrir Valentínusar- og konudaginn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mikið hefur verið að gera hjá framleiðendum afskorinna blóma undanfarið. Valentíusar- og konudagurinn nýafstaðnir og ræktun á gulum túlípönum fyrir páska hafin.

Framleiðendur garðplantna eru einnig komnir á fullt við undirbúning vorsins með sáningu sumarblóma. 
Gunnar Þorgeirsson hjá Gróðrarstöðinni Ártanga segir að síðustu vikur hafi verið mikið að gera hjá blómabændum og jafnframt gósentíð.

„Salan á afskornum blómum er mikil fyrir Valentínusar- og konudaginn og því mikið að gera fyrir þá daga. Á þessum árstíma eru blómabændur að framleiða mest af túlípönum, rósum og liljum.“

Gunnar segist ekki hafa tölur um heildarframleiðsluna á afskornum blómum á landsvísu en hjá Ártanga segist hann framleiða, frá miðjum desember og fram að páskum, um 500 þúsund túlípana. „Um jólin eru það aðallega rauðir túlípanar en fyrir Valentínusar- og konudaginn sé selt mest af rauðum og bleikum en gulum fyrir páskana.

Ártangi, Gróðrarstöðin Dalsgarður og Ræktunarmiðstöðin í Hveragerði eru stærstu framleiðendur afskorinna blóma á landinu.

Sáning sumarblóma hafin

Framleiðendur sumarblóma eru um þessar mundir á fullu að undirbúa vorið með sáningu sumarblóma og fjölgun af græðlingum. Tíðin hefur verið góð það sem af er árinu og haldi hún áfram að vera góð má búast við að það vori snemma í ár.

Gunnar segir að fyrir nokkrum árum hafi tíðin verið svipuð og að þá hafi garðplöntuframleiðendur verið farnir að selja sumarblóm um páska.

Í ár eru páskar um miðjan apríl og ekki ólíklegt að sala á sumarblómum verði hafin svo lengi sem ekki geri slæmt páskahret.

„Hjá Ártanga framleiðum við talsvert af sumarblómum sem við sendum í Grænan markað og þaðan eru blómin send í verslanir eins og Blómaval, Garðheima, Byko og Bauhaus svo dæmi séu nefnd. Auk þess sem við seljum lítið eitt af sumarblómum til sumarbústaðaeigenda hér í nágrenninu.

Stærsta einstaka tegundin af sumarblómum sem við erum að selja er hortensía, sem við flytjum inn á veturna úr kæligeymslum í Evrópu. Við geymum síðan hort­ensíurnar fram á vor og drífum þær í blóm. Auk þess sem við ræktum talsvart af stærri sumarblómum, eins og tóbakshorni, pelagóníum og sólboða.

Kryddjurtir allt árið

Undirstaðan í ræktum Ártanga eru kryddjurtir sem stöðin ræktar árið um kring. Gunnar segir að ræktunarpláss undir gleri eða plasti hjá Ártanga séu um 1.000 fermetrar..

Skylt efni: blóm | Garðyrkja | ræktun

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...