Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Starfsfólk MS á Selfossi sem fékk starfsaldursviðurkenningar sínar í kaffisamsæti 20. desember. Á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Ingi, Kristinn Scheving, Jón Guðlaugsson, Ágúst Þór Jónsson, rekstrarstjóri MS Selfossi, Guðrún Arna, Sigþór, Miroslav, Charlotte og Ólafur.
Starfsfólk MS á Selfossi sem fékk starfsaldursviðurkenningar sínar í kaffisamsæti 20. desember. Á myndinni eru frá vinstri: Guðmundur Ingi, Kristinn Scheving, Jón Guðlaugsson, Ágúst Þór Jónsson, rekstrarstjóri MS Selfossi, Guðrún Arna, Sigþór, Miroslav, Charlotte og Ólafur.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyrir farsæl og góð störf í þágu mjólkurvinnslunnar.

Ólafur Einarsson með Ágústi Þór Jónssyni, rekstrarstjóra MS Selfossi.

Sigþór Magnússon, Guðrún Arna Sigurðardóttir, Jón Guðlaugsson og Kristinn Scheving fengu öll viðurkenningu fyrir tíu ára starf en þau eru öll bílstjórar hjá MS. Miroslav Jozef Zielke verkamaður fékk 20 ára viðurkenningu og Charlotte S. Nilsen mjólkurfæðingur og starfsmaður á rannsóknarstofu fékk viðurkenningu fyrir 30 ára starf.

Loks fékk Ólafur Einarsson, verkstjóri og starfsmaður innkaupadeildar, viðurkenningu fyrir 40 ára starf, en þess má geta að faðir hans, Einar Jörgen Hansson, vann í 56 ár í búinu á Selfossi en hann lést 21. desember 2023. Samhliða starfsaldurviðurkenningunum var Guðmundi Inga Sumarliðasyni þakkað fyrir farsæl störf í búinu á Selfossi síðustu 10 ár en hann var að láta af störfum.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...